Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag, Eldey TLH, sem fjárfestir í íslenskri ferðaþjónustu. Arev og VÍB sjá um rekstur félagsins sem er í eigu fagfjárfesta og einkafjárfesta. Samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka mun Eldey fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og stefnt er að fjárfestingum í 7-10 kjarnafélögum.
Stærð félagsins við stofnun nemur þremur milljörðum króna en stefnt er að stækkun á næstu mánuðum. Áætlað er að skrá félagið á markað eftir 4-6 ár. Fyrstu tvær fjárfestingar Eldeyjar eru í Norðursiglingu og í Fontana en fjárfest er í félögum með rekstrarsögu og gott tekjustreymi.
Hrönn Greipsdóttir verður framkvæmdastjóri Eldeyjar.
Í stjórn Eldeyjar sitja: Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia Arnar Þórisson, fjárfestir
