Óraunhæfar hugmyndir slitabúa meðal ástæðna fyrir töfum á afnámi hafta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2015 15:53 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira
Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira