Viðskipti innlent

2,6 milljarða velta með bréf Marel í morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikil viðskipti hafa verið með bréf í Marel í Kauphöll Íslands í morgun.
Mikil viðskipti hafa verið með bréf í Marel í Kauphöll Íslands í morgun.
Velta með bréf í Marel frá opnun markaða í morgun nemur tæplega 2,6 milljörðum króna. Gengi bréfa hefur nú klukkan tíu hækkað um 4,17 prósent og stendur gengið nú í 150 krónum á hlut. Marel birti ársreikning sinn í gær og var kynningarfundur á uppgjörinu haldinn í morgun.

Niðurstaðan varð sú að tekjur Marel á fjórða ársfjórðungi 2014 námu 200 milljónum evra, eða 30 milljörðum króna, en voru 168,2 milljónir á fjórða fjórðungi 2014. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi 2014 nam 3 milljónum evra, eða 450 milljónum króna, en var 3,7 milljónir á sama tímabili árið á undan.

Tekjur ársins 2014 námu 712,6 milljónum evra, um 107 milljörðum króna, og hækkuðu um 7,7% frá fyrra ári, þegar þær voru 661,5 milljón evra. Hagnaður á árinu 2014 nam 11,7, milljónum evra, eða 1755 milljónum króna. Hann var 20,6 milljónir árið á undan. Í afkomutilkynningu kom fram að hagnaður sé litaður af einskiptiskostnaði í tengslum við hagræðingu í rekstri á árinu 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×