NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2015 07:00 Russell Westbrook var flottur í nótt. Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili.Russell Westbrook skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar að auki þegar Oklahoma City Thunder vann 112-106 heimasigur á San Antonio Spurs í fyrsta leik liðsins undir stjórn nýja þjálfarans Billy Donovan. Kevin Durant var með 22 stig en hitti bara úr 6 af 19 skotum sínum. Enes Kanter var með 15 stig og 16 fráköst af bekknum. Kawhi Leonard var langatkvæðamestur hjá San Antonio með 32 stig en LaMarcus Aldridge skoraði 11 stig og tók 5 fráköst í sínum fyrsta leik með Spurs en hann var í níu ár hjá Portland.Jimmy Butler skoraði 25 stig og Nikola Mirotic var með 18 stig þegar Chicago Bulls fylgdi á eftir sigri á Cleveland í fyrrinótt með því að vinna 115-100 útisigur á Brooklyn Nets. Pau Gasol skoraði 16 stig og Derrick Rose bætti við 15 stigum. Fred Hoiberg er því að byrja vel sem þjálfari Chicago Bulls. Brook Lopez skoraði 26 stig fyrir Brooklyn Nets og Andrea Bargnani var með 17 stig.Reggie Jackson kom Detriot Pistons yfir 17 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið vann 92-87 heimasigur á Utah Jazz og Detroit-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2009 sem Detroit er með tvo fleiri sigra en töp. Andre Drummond var atkvæðamestur hjá Detroit með 18 stig og 10 fráköst.CJ McCollum skoraði 37 stig og Damian Lillard var með 21 stig og 11 stoðsendingar þegar Portland Trail Blazers vann 112-94 heimasigur á New Orleans Pelicans. Pelicans-liðið var þar með fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á tímabilinu en liðið lá á móti Golden State Warriors í fyrsta leik. Anthony Davis var með 25 stig og 10 fráköst fyrir New Orleans Pelicans.Ricky Rubio skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann upp sextán stiga forskot í seinni hálfleik og vann 112-111 útisigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant skoraði 24 stig úr 24 skotum en hann bætti met John Stockton með því að vera sá fyrsti sem spilar 20 tímabil með sama liðinu í NBA-deildinni.Kevin Love var með 17 stig og 13 fráköst þegar Cleveland Cavaliers kom til baka eftir tap í fyrsta leik á móti Chicago Bulls og vann öruggan 106-76 útisigur á Memphis Grizzlies. LeBron James lét sér nægja tólf stig en Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cavs með 14 stig. Zach Randolph og Marc Gasol skoruðu mest fyrir Grizzlieseða tólf stig hvor. Chris Bosh skoraði 21 stig í sínum fyrsta leik síðan að hann veiktist í febrúar og Dwyane Wade bætti við 20 stigum í 104-04 sigri Miami Heat á Charlotte Hornets.Blake Griffin var með 33 stig og Paul Pierce setti niður mikilvægt skot í lokin þegar Los Angeles Clippers vann 111-104 útisigur á Sacramento Kings. Chris Paul var með 18 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers en hjá Kings-liðinu var DeMarcus Cousins atkvæðamestur með 32 stig og 13 fráköst.Raymond Felton skoraði 18 stig og var einn af átta leikmönnum Dallas Mavericks með tíu stig eða meira þegar liðið vann 111-95 útisigur á Phoenix Suns. Dirk Nowitzki skoraði 9 af 11 stigum sínum í þriðja leikhluta þegar Dallas náði 27 stiga forystu.Isaiah Thomas var með 27 stig og 8 fráköst þegar Boston Celtics vann 112-95 heimasigur á Philadelphia 76 ers í sínum fyrsta leik. Nýliðinn Jahlil Okafor skoraði 26 stig fyrir Philadelphia-liðið.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 87-88 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 112-95 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 100-115 Detroit Pistons - Utah Jazz 92-87 Miami Heat - Charlotte Hornets 104-94 Toronto Raptors - Indiana Pacers 106-99 Houston Rockets - Denver Nuggets 85-105 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 76-106 Milwaukee Bucks - New York Knicks 97-122 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 112-106 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 95-111 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 112-94 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 104-111 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 111-112Hér fyrir neðan eru myndbönd frá nóttinni í NBA-deildinni. NBA Tengdar fréttir Gleði hjá Golden State á hringahátíðinni í nótt | Myndir og myndband Golden State Warriors varð NBA-meistari á síðasta ári og líkt og venjan er þá fá leikmenn meistaranna afhenta meistarahringa fyrir fyrsta leik á tímabilinu eftir. 28. október 2015 08:30 Svona stoppaði sá besti á EM þann besta í heimi | Myndband Frábær vörn spænska miðherjans Pau Gasol tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers þegar NBA-deildin í körfubolta fór af stað í nótt. 28. október 2015 07:30 NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. 28. október 2015 07:00 Kobe setur met í kvöld Það er fastlega búist við því að Kobe Bryant verði í byrjunarliði LA Lakers í nótt gegn Minnesota. 28. október 2015 11:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili.Russell Westbrook skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar að auki þegar Oklahoma City Thunder vann 112-106 heimasigur á San Antonio Spurs í fyrsta leik liðsins undir stjórn nýja þjálfarans Billy Donovan. Kevin Durant var með 22 stig en hitti bara úr 6 af 19 skotum sínum. Enes Kanter var með 15 stig og 16 fráköst af bekknum. Kawhi Leonard var langatkvæðamestur hjá San Antonio með 32 stig en LaMarcus Aldridge skoraði 11 stig og tók 5 fráköst í sínum fyrsta leik með Spurs en hann var í níu ár hjá Portland.Jimmy Butler skoraði 25 stig og Nikola Mirotic var með 18 stig þegar Chicago Bulls fylgdi á eftir sigri á Cleveland í fyrrinótt með því að vinna 115-100 útisigur á Brooklyn Nets. Pau Gasol skoraði 16 stig og Derrick Rose bætti við 15 stigum. Fred Hoiberg er því að byrja vel sem þjálfari Chicago Bulls. Brook Lopez skoraði 26 stig fyrir Brooklyn Nets og Andrea Bargnani var með 17 stig.Reggie Jackson kom Detriot Pistons yfir 17 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið vann 92-87 heimasigur á Utah Jazz og Detroit-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2009 sem Detroit er með tvo fleiri sigra en töp. Andre Drummond var atkvæðamestur hjá Detroit með 18 stig og 10 fráköst.CJ McCollum skoraði 37 stig og Damian Lillard var með 21 stig og 11 stoðsendingar þegar Portland Trail Blazers vann 112-94 heimasigur á New Orleans Pelicans. Pelicans-liðið var þar með fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á tímabilinu en liðið lá á móti Golden State Warriors í fyrsta leik. Anthony Davis var með 25 stig og 10 fráköst fyrir New Orleans Pelicans.Ricky Rubio skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann upp sextán stiga forskot í seinni hálfleik og vann 112-111 útisigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant skoraði 24 stig úr 24 skotum en hann bætti met John Stockton með því að vera sá fyrsti sem spilar 20 tímabil með sama liðinu í NBA-deildinni.Kevin Love var með 17 stig og 13 fráköst þegar Cleveland Cavaliers kom til baka eftir tap í fyrsta leik á móti Chicago Bulls og vann öruggan 106-76 útisigur á Memphis Grizzlies. LeBron James lét sér nægja tólf stig en Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cavs með 14 stig. Zach Randolph og Marc Gasol skoruðu mest fyrir Grizzlieseða tólf stig hvor. Chris Bosh skoraði 21 stig í sínum fyrsta leik síðan að hann veiktist í febrúar og Dwyane Wade bætti við 20 stigum í 104-04 sigri Miami Heat á Charlotte Hornets.Blake Griffin var með 33 stig og Paul Pierce setti niður mikilvægt skot í lokin þegar Los Angeles Clippers vann 111-104 útisigur á Sacramento Kings. Chris Paul var með 18 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers en hjá Kings-liðinu var DeMarcus Cousins atkvæðamestur með 32 stig og 13 fráköst.Raymond Felton skoraði 18 stig og var einn af átta leikmönnum Dallas Mavericks með tíu stig eða meira þegar liðið vann 111-95 útisigur á Phoenix Suns. Dirk Nowitzki skoraði 9 af 11 stigum sínum í þriðja leikhluta þegar Dallas náði 27 stiga forystu.Isaiah Thomas var með 27 stig og 8 fráköst þegar Boston Celtics vann 112-95 heimasigur á Philadelphia 76 ers í sínum fyrsta leik. Nýliðinn Jahlil Okafor skoraði 26 stig fyrir Philadelphia-liðið.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 87-88 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 112-95 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 100-115 Detroit Pistons - Utah Jazz 92-87 Miami Heat - Charlotte Hornets 104-94 Toronto Raptors - Indiana Pacers 106-99 Houston Rockets - Denver Nuggets 85-105 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 76-106 Milwaukee Bucks - New York Knicks 97-122 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 112-106 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 95-111 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 112-94 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 104-111 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 111-112Hér fyrir neðan eru myndbönd frá nóttinni í NBA-deildinni.
NBA Tengdar fréttir Gleði hjá Golden State á hringahátíðinni í nótt | Myndir og myndband Golden State Warriors varð NBA-meistari á síðasta ári og líkt og venjan er þá fá leikmenn meistaranna afhenta meistarahringa fyrir fyrsta leik á tímabilinu eftir. 28. október 2015 08:30 Svona stoppaði sá besti á EM þann besta í heimi | Myndband Frábær vörn spænska miðherjans Pau Gasol tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers þegar NBA-deildin í körfubolta fór af stað í nótt. 28. október 2015 07:30 NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. 28. október 2015 07:00 Kobe setur met í kvöld Það er fastlega búist við því að Kobe Bryant verði í byrjunarliði LA Lakers í nótt gegn Minnesota. 28. október 2015 11:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Gleði hjá Golden State á hringahátíðinni í nótt | Myndir og myndband Golden State Warriors varð NBA-meistari á síðasta ári og líkt og venjan er þá fá leikmenn meistaranna afhenta meistarahringa fyrir fyrsta leik á tímabilinu eftir. 28. október 2015 08:30
Svona stoppaði sá besti á EM þann besta í heimi | Myndband Frábær vörn spænska miðherjans Pau Gasol tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers þegar NBA-deildin í körfubolta fór af stað í nótt. 28. október 2015 07:30
NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. 28. október 2015 07:00
Kobe setur met í kvöld Það er fastlega búist við því að Kobe Bryant verði í byrjunarliði LA Lakers í nótt gegn Minnesota. 28. október 2015 11:00