Stephen Curry, leikmaður Golden State, hélt áfram að blómstra í nótt og fór algjörlega hamförum gegn Dallas.
Þá skoraði hann 51 stig sem er hans besti árangur í vetur. Það sem meira er þá vann Golden State upp 22 stiga forskot Dallas í leiknum og tryggði sér sætan sigur.
Curry setti niður 10 af 16 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Í heildina setti hann niður 16 af 26 skotum sínum.
Chandler Parsons skoraði 24 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler 21.
Úrslit:
Indiana-Detroit 114-109
Atlanta-Washington 105-96
Boston-Denver 104-100
Toronto-Brooklyn 93-109
Houston-Chicago 101-90
Milwaukee-LA Lakers 113-105
Minnesota-Miami 102-101
New Orleans-Oklahoma 91-102
San Antonio-Orlando 110-113
Utah-Memphis 90-100
Golden State-Dallas 128-114
Staðan í NBA-deildinni.
Curry skoraði 51 stig í nótt

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn



Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn



Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði
Enski boltinn

Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“
Enski boltinn