Sænski miðillinn Expressen greindi frá því á dögunum að Ola Lindgren, þjálfari IFK Kristianstad, væri í viðræðum við ungverska stórveldið Veszprém sem Aron Pálmarsson leikur með.
Ungverska liðið rak Carlos Ortega í haust stuttu eftir að Aron gekk til liðs við félagið frá Kiel en Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, var meðal annars orðaður við stöðuna.
Ásamt Patreki hafa Martin Schwalb, fyrrverandi þjálfari Hamburg SV og Króatarnir Lino Cervar og Slavko Goluza, verið orðaðir við Veszprém að undanförnu en samkvæmt Expressen er Lindgren sem þjálfar Ólaf Guðmundsson hjá Kristianstad í viðræðum við ungverska félagið.
Samkvæmt Expressen var Lindgren mættur til Ungverjalands um síðustu helgi að fylgjast með leik liðsins gegn Tatran Presov en þetta er í annað skiptið sem hann sést á leik Veszprém undanfarnar vikur.
Þjálfari Ólafs orðaður við Veszprém
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn