Er ástæða til að verðlauna íslenska bankastjórnendur? Skjóðan skrifar 29. júlí 2015 10:30 Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira