24 milljarða eignir ESÍ seldar til að vinna gegn verðbólgu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins vanmeta mótvægisaðgerðir Seðlabankans. fréttablaðið/gva Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði. Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði.
Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira