24 milljarða eignir ESÍ seldar til að vinna gegn verðbólgu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins vanmeta mótvægisaðgerðir Seðlabankans. fréttablaðið/gva Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun