Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þróun hátíðarinnar veltur á því að innviðir til tónleikahalds verði góðir. vísir/andri marinó Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga. Fréttir af flugi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga.
Fréttir af flugi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira