Viðskipti innlent

B5 hagnast um 27 milljónir króna

ingvar haraldsson skrifar
B5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins.
B5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. vísir/pjetur
Bankastræti 5 ehf., sem rekur skemmtistaðinn B5 einn vinsælasta skemmtistað landsins, hagnaðist um 27,4 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður dróst lítillega saman milli ára og nam 28 miljónum króna á síðasta ári.

„Helgarnar eru fínar,“ segir Björn Jakobsson, framkvæmdastjóri Bankastrætis 5, og bætir við að staðurinn hafi leyfi fyrir 165 manns.

Rekstarhagnaður var um 36 milljónir króna og var nær óbreyttur milli ára. Að meðaltali störfuðu 20 starfsmenn hjá félaginu í fyrra.

Handbært fé dróst saman um 16 milljónir króna á árinu og nam 31 milljón króna í árslok. Félagið varði 20 milljónum króna í að greiða upp langtímalán og lækka skuldir þess sem því nemur og eru þær nú 23,8 milljónir króna.

Eignir félagsins námu í árslok 82 milljónum króna. Bókfært eigið fé var 57,8 milljónir króna og þar af nam óráðstafað eigið fé 57,3 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×