Róbert vill kaupa Actavis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Róbert Wessman Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira