Finnst skemmtilegast í utanvegahlaupum Jón Hákon Haldórsson skrifar 27. maí 2015 10:00 Tómas Þór og eiginkona hans eiga fjögur börn. Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann. Wow Cyclothon Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann.
Wow Cyclothon Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira