Höfum við efni á svona eftirliti og ákæruvaldi? Skjóðan skrifar 27. maí 2015 11:00 Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira