Leiðbeinandi eftirlit eða refsivöndur? skjóðan skrifar 22. apríl 2015 11:45 Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira