Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Á frídegi verkalýðsins. Gylfi bendir á að finnist félagsmönnum einstakra stéttarfélaga tekjuskipting óréttlát geta þeir freistast til þess að gera meiri kaupkröfur en ella óháð atvinnustigi og skeyti þá litlu um áhrif á verðbólgu. Fréttablaðið/daníel „Í þeim skýrslum og greiningum sem birst hafa síðustu mánuði er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í nýrri grein í efnahagsritinu Vísbendingu sem út kom í gær. Hann segir mikilvægt að safna upplýsingum um þróun kaupmáttar hinna ýmsu stétta til þess að koma í veg fyrir að óánægja einstakra stéttarfélaga verði til fyrir misskilning. „Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumarkaði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stigi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnumarkaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnurekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað,“ segir Gylfi í grein sinni. Ríkisvaldið geti til dæmis boðið breytingar á skattkerfi og ríkisútgjöldum eða kerfisbreytingar, í skiptum fyrir verðstöðugleika.„Kannski væri upplagt að ríkisstjórnin beitti sér fyrir átaki í húsnæðismálum sem miðaði að því að lækka verð á minni íbúðum,“ stingur hann upp á. Gylfi bendir í greininni á að Seðlabankinn verði lögum samkvæmt að bregðast við verðbólguþrýstingi með vaxtahækkunum. „Ef verðbólga eykst til dæmis úr tveimur prósentum í sex þyrftu vextir að hækka um meira en fjórar prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn.“ Kjarasamningar sem ýttu undir verðbólgu hefðu því einnig veruleg áhrif á vaxtakostnað ríkissjóðs, fyrirtækja og einstaklinga, til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella. Ef hins vegar tækist að ná nýju jafnvægi segir Gylfi að sátt yrði meiri í samfélaginu, meiri atvinna, aukinn kaupmáttur, lægri vextir og vaxtakostnaður, og þar með lægri útgjöld ríkissjóðs. „Með lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er mögulegt að grynnka á skuldum hans og auka útgjöld til ýmissa þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði heilbrigðis- eða menntamála.“Segir stöðugleikann skipta höfuðmáli Gylfi Zoëga segir hagstjórnarvandann felast í að þótt hverju stéttarfélagi finnist réttlætanlegt að fara fram með miklar launakröfur sé það ekki skynsamlegt fyrir þjóðfélagið í heild og tekur dæmi úr umferðinni. „Það getur virst vera skynsamlegt hjá einum ökumanni að aka hraðar en allir aðrir svo fremi sem hinir aka áfram hægt. Hann kemst þá fyrr á áfangastað en aðrir. En ef allir hegða sér eins er voðinn vís.“ Hraðatakmarkanir á vinnumarkaði felist í að brugðist sé við með vaxtahækkunum, eða frestuðum vaxtalækkunum. „Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að stöðugleiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar sömuleiðis.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Í þeim skýrslum og greiningum sem birst hafa síðustu mánuði er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í nýrri grein í efnahagsritinu Vísbendingu sem út kom í gær. Hann segir mikilvægt að safna upplýsingum um þróun kaupmáttar hinna ýmsu stétta til þess að koma í veg fyrir að óánægja einstakra stéttarfélaga verði til fyrir misskilning. „Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumarkaði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stigi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnumarkaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnurekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað,“ segir Gylfi í grein sinni. Ríkisvaldið geti til dæmis boðið breytingar á skattkerfi og ríkisútgjöldum eða kerfisbreytingar, í skiptum fyrir verðstöðugleika.„Kannski væri upplagt að ríkisstjórnin beitti sér fyrir átaki í húsnæðismálum sem miðaði að því að lækka verð á minni íbúðum,“ stingur hann upp á. Gylfi bendir í greininni á að Seðlabankinn verði lögum samkvæmt að bregðast við verðbólguþrýstingi með vaxtahækkunum. „Ef verðbólga eykst til dæmis úr tveimur prósentum í sex þyrftu vextir að hækka um meira en fjórar prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn.“ Kjarasamningar sem ýttu undir verðbólgu hefðu því einnig veruleg áhrif á vaxtakostnað ríkissjóðs, fyrirtækja og einstaklinga, til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella. Ef hins vegar tækist að ná nýju jafnvægi segir Gylfi að sátt yrði meiri í samfélaginu, meiri atvinna, aukinn kaupmáttur, lægri vextir og vaxtakostnaður, og þar með lægri útgjöld ríkissjóðs. „Með lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er mögulegt að grynnka á skuldum hans og auka útgjöld til ýmissa þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði heilbrigðis- eða menntamála.“Segir stöðugleikann skipta höfuðmáli Gylfi Zoëga segir hagstjórnarvandann felast í að þótt hverju stéttarfélagi finnist réttlætanlegt að fara fram með miklar launakröfur sé það ekki skynsamlegt fyrir þjóðfélagið í heild og tekur dæmi úr umferðinni. „Það getur virst vera skynsamlegt hjá einum ökumanni að aka hraðar en allir aðrir svo fremi sem hinir aka áfram hægt. Hann kemst þá fyrr á áfangastað en aðrir. En ef allir hegða sér eins er voðinn vís.“ Hraðatakmarkanir á vinnumarkaði felist í að brugðist sé við með vaxtahækkunum, eða frestuðum vaxtalækkunum. „Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að stöðugleiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar sömuleiðis.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira