Fyrsti eða annar flokkur? Skjóðan skrifar 11. mars 2015 12:00 Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira