Samdauna súru samfélagi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. febrúar 2015 07:00 „Fá engar konur bikar?“ Við sátum fjölskyldan og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna, Árið er, í sjónvarpinu þegar sá fimm ára hjó eftir þessu. Ég gerði það ekki sjálf, orðin svo samdauna samfélaginu að ég kippti mér ekkert upp við að sjá stríðan straum stráka og karla upp á svið að sækja verðlaun. Þetta er bara svona. Missti reyndar af Eddunni um helgina, hvernig var þetta þar? Sá heldur ekki Óskarinn, en frétti að leikkonunni Patriciu Arquette hefði verið klappað lof í lófa þegar hún þrumaði í ræðu eitthvað um launajafnrétti, að það væri tími til kominn! Jahérna, og árið er 2015. Ég hef áður fengið svipaðar spurningar frá þeim yngstu í fjölskyldunni. Eitthvað sem þau sjá eða heyra, jafnvel í barnaefninu í sjónvarpinu, vekur athygli þeirra og þau spyrja í forundran. Af hverju sagði hann „grenjar eins og smástelpa?“ Af hverju sagði hann „kastar eins og stelpa?“ Fá engar konur bikar? Geta konur ekki verið fyndnar? Af hverju sagði hann „oj, það gera bara stelpur“ þegar hann átti að greiða sér? Þau eru hissa á þessu, botna ekkert í þessu, enda ekki nema von. Stundum skammast ég mín fyrir að kynna þeim yngstu svo arfalélegt samfélag. Gjörið svo vel, krakkar mínir, árið er 2015 og svona er þetta bara. Alls konar óvirðingu og misrétti sem við látum bara viðgangast í rólegheitunum. Malla við vægan hita. Hausinn í sandinn og allir glaðir. Ég tel mig þokkalega meðvitaða um virðingarsnautt viðhorf gagnvart konum og ójafna stöðu kynjanna á hinum ýmsu og ófáu sviðum. Ég kippti mér hins vegar einhverra hluta ekkert upp við það að nánast engar konur fengu bikar þar sem við sátum þarna, fjölskyldan, og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna. Skyndilega sló það mig að ef við stöndum okkur ekki í stykkinu við útskýringar á ójafnvægi og misrétti þegar þau yngstu spyrja er bara tímaspursmál hvenær þau hætta líka að kippa sér upp við þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
„Fá engar konur bikar?“ Við sátum fjölskyldan og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna, Árið er, í sjónvarpinu þegar sá fimm ára hjó eftir þessu. Ég gerði það ekki sjálf, orðin svo samdauna samfélaginu að ég kippti mér ekkert upp við að sjá stríðan straum stráka og karla upp á svið að sækja verðlaun. Þetta er bara svona. Missti reyndar af Eddunni um helgina, hvernig var þetta þar? Sá heldur ekki Óskarinn, en frétti að leikkonunni Patriciu Arquette hefði verið klappað lof í lófa þegar hún þrumaði í ræðu eitthvað um launajafnrétti, að það væri tími til kominn! Jahérna, og árið er 2015. Ég hef áður fengið svipaðar spurningar frá þeim yngstu í fjölskyldunni. Eitthvað sem þau sjá eða heyra, jafnvel í barnaefninu í sjónvarpinu, vekur athygli þeirra og þau spyrja í forundran. Af hverju sagði hann „grenjar eins og smástelpa?“ Af hverju sagði hann „kastar eins og stelpa?“ Fá engar konur bikar? Geta konur ekki verið fyndnar? Af hverju sagði hann „oj, það gera bara stelpur“ þegar hann átti að greiða sér? Þau eru hissa á þessu, botna ekkert í þessu, enda ekki nema von. Stundum skammast ég mín fyrir að kynna þeim yngstu svo arfalélegt samfélag. Gjörið svo vel, krakkar mínir, árið er 2015 og svona er þetta bara. Alls konar óvirðingu og misrétti sem við látum bara viðgangast í rólegheitunum. Malla við vægan hita. Hausinn í sandinn og allir glaðir. Ég tel mig þokkalega meðvitaða um virðingarsnautt viðhorf gagnvart konum og ójafna stöðu kynjanna á hinum ýmsu og ófáu sviðum. Ég kippti mér hins vegar einhverra hluta ekkert upp við það að nánast engar konur fengu bikar þar sem við sátum þarna, fjölskyldan, og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna. Skyndilega sló það mig að ef við stöndum okkur ekki í stykkinu við útskýringar á ójafnvægi og misrétti þegar þau yngstu spyrja er bara tímaspursmál hvenær þau hætta líka að kippa sér upp við þetta.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun