Varar við höfrungahlaupi í komandi kjaraviðræðum jón hákon halldórsson skrifar 13. febrúar 2015 07:00 Forsætisráðherra vill að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi í kjaraviðræðum. Fréttablaðið/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hvetur fulltrúa atvinnulífsins til þess að taka ekki þátt í „höfrungahlaupi“ í komandi kjaraviðræðum. Þeir ættu fremur að hugsa um hagsmuni heildarinnar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Viðskiptaþingi á Hilton Nordica hóteli í gær. „Forsætisráðherra á ekki að semja um kaup og kjör. En hann getur haft skoðanir á kjarasamningum, líkt og aðilar vinnumarkaðarins hika ekki við að hafa skoðanir á stjórnvaldsaðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagðist um nokkurt skeið hafa talað fyrir því að menn litu í auknum mæli til krónutöluhækkana. „Ég geri mér grein fyrir að krónutöluhækkanir hafa haft tilhneigingu til að rata upp allan launastigann í formi prósenta. Það er þó ekkert náttúrulögmál. Ef litið er til síðustu átta ára þá hafa krónutöluhækkanir leitt til þess að lægstu launin hafa hækkað hlutfallslega meira en meðallaunin. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og gera enn betur,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það þurfi líka að draga úr neikvæðum hvötum og jaðaráhrifum sem búa til fátæktargildrur. „Þegar jaðaráhrif skatta og bóta valda því að fólk lendir í þeirri stöðu að auka ráðstöfunartekjur sínar sáralítið þótt kaupið hækki þá dregur það mjög úr hvata vinnuveitandans til að hækka laun starfsmannsins og hvata starfsmannsins til að vinna meira eða auka framleiðni,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði að á þessu væri einungis hægt að taka í samvinnu ríkisvaldsins, launþegahreyfinga og vinnuveitenda.HreggviðurJónssonHreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hvatti til aðhalds í opinberum rekstri. En hann hvatti fólk líka til þess að vera meðvitað um sambandið milli ríkistekna og ríkisútgjalda. Benti hann á að í nýrri skoðanakönnun sem Viðskiptaráð lét gera hafi niðurstöður orðið að tveir þriðju landsmanna telja skattbyrði sína of háa. Um þriðjungur taldi hana hæfilega en aðeins einn af átta hundruð aðspurðum taldi hana alltof lága. „Í sömu könnun taldi hins vegar aðeins þriðjungur aðspurðra umfang hins opinbera vera of mikið. Ef tekið er mið af almennri umræðu, finnst mörgum síðan þó nokkuð vanta upp á gæði hinnar opinberu þjónustu,“ sagði Hreggviður. Þetta væri áskorunin í hnotskurn. „Fólk vill fá mikið fyrir lítið og tengir ekki nógu vel saman tekju- og útgjaldahlið hins opinbera. Því miður er enginn hádegisverður ókeypis,“ sagði Hreggviður. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hvetur fulltrúa atvinnulífsins til þess að taka ekki þátt í „höfrungahlaupi“ í komandi kjaraviðræðum. Þeir ættu fremur að hugsa um hagsmuni heildarinnar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Viðskiptaþingi á Hilton Nordica hóteli í gær. „Forsætisráðherra á ekki að semja um kaup og kjör. En hann getur haft skoðanir á kjarasamningum, líkt og aðilar vinnumarkaðarins hika ekki við að hafa skoðanir á stjórnvaldsaðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagðist um nokkurt skeið hafa talað fyrir því að menn litu í auknum mæli til krónutöluhækkana. „Ég geri mér grein fyrir að krónutöluhækkanir hafa haft tilhneigingu til að rata upp allan launastigann í formi prósenta. Það er þó ekkert náttúrulögmál. Ef litið er til síðustu átta ára þá hafa krónutöluhækkanir leitt til þess að lægstu launin hafa hækkað hlutfallslega meira en meðallaunin. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og gera enn betur,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það þurfi líka að draga úr neikvæðum hvötum og jaðaráhrifum sem búa til fátæktargildrur. „Þegar jaðaráhrif skatta og bóta valda því að fólk lendir í þeirri stöðu að auka ráðstöfunartekjur sínar sáralítið þótt kaupið hækki þá dregur það mjög úr hvata vinnuveitandans til að hækka laun starfsmannsins og hvata starfsmannsins til að vinna meira eða auka framleiðni,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði að á þessu væri einungis hægt að taka í samvinnu ríkisvaldsins, launþegahreyfinga og vinnuveitenda.HreggviðurJónssonHreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hvatti til aðhalds í opinberum rekstri. En hann hvatti fólk líka til þess að vera meðvitað um sambandið milli ríkistekna og ríkisútgjalda. Benti hann á að í nýrri skoðanakönnun sem Viðskiptaráð lét gera hafi niðurstöður orðið að tveir þriðju landsmanna telja skattbyrði sína of háa. Um þriðjungur taldi hana hæfilega en aðeins einn af átta hundruð aðspurðum taldi hana alltof lága. „Í sömu könnun taldi hins vegar aðeins þriðjungur aðspurðra umfang hins opinbera vera of mikið. Ef tekið er mið af almennri umræðu, finnst mörgum síðan þó nokkuð vanta upp á gæði hinnar opinberu þjónustu,“ sagði Hreggviður. Þetta væri áskorunin í hnotskurn. „Fólk vill fá mikið fyrir lítið og tengir ekki nógu vel saman tekju- og útgjaldahlið hins opinbera. Því miður er enginn hádegisverður ókeypis,“ sagði Hreggviður.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira