Hægt yrði að greiða um helming af skuldunum jón hákon halldórsson skrifar 12. febrúar 2015 07:15 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur undirbúið Viðskiptaþing 2015 undanfarna daga. fréttablaðið/valli Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira