Þetta eru asnaleg og gamaldags vinnubrögð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2015 09:00 Hildigunnur bíður nú og vonast eftir farsælli lausn á sínum málum. vísir/valli „Það lítur allt út fyrir að maður sé komin í snemmbúið sumarfrí. Kósí, fjórir mánuðir fram undan hjá mér,“ sagði landsliðskonan Hildigunnur Einarsdóttir kaldhæðnislega en hún má ekkert spila handbolta fyrr en næsta vetur þar sem norska handknattleikssambandið hefur sett hana í fjögurra mánaða bann. Forsaga málsins er sú að Hildigunnur vildi komast frá Tertnes og úr varð að hún ákvað að skella sér til Molde þar sem Einar Jónsson er þjálfari. Þar var hún örugg um að fá að spila meira. Það var gengið frá öllu á réttum tíma, gengið frá greiðslu í gegnum netbanka og rafræn kvittun send til norska handknattleikssambandsins. Pappírskvittun kom svo degi síðar, en þá hafði félagaskiptaglugganum verið lokað, og það reyndist ekki vera nógu gott. Norska sambandið neitaði að taka rafrænu kvittunina góða og gilda og dæmdi Hildigunni í bann út tímabilið. „Þetta kom alveg flatt upp á mig. Ég hef verið í hálfgerðu losti síðan. Þetta eru ótrúlega gamaldags vinnubrögð árið 2015. Þeir vildu fá kvittun líka í pósti. Það vinnur enginn svona lengur. Þetta eru asnaleg og gamaldags vinnubrögð. Það er voða auðvelt fyrir þá að sitja fyrir aftan eitthvert skrifborð og segja að ég fái ekki að spila. Nú er ég í banni í fjóra mánuði því þeir geta ekki sýnt smá liðleika. Við gerðum ekkert rangt. Það er aðeins gamaldagsvinnubrögð sem eru að bitna á mér.“Gæti farið til Þýskalands Molde er búið að áfrýja úrskurðinum og liggur niðurstaða í því ekki fyrir. Þýski leikmannaglugginn er opinn til 15. febrúar og þegar hann lokast er endanlega búið að loka öllum gluggum fari svo að áfrýjunin í Noregi skili engum árangri. „Þetta er stuttur tími og allt gengur eitthvað svo hægt. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta muni enda hjá mér. Við vorum bjartsýn á að þetta myndi ganga í gegn þar sem við gátum sýnt fram á að allt hefði verið frágengið í tíma.“ Hildigunnur fór frá Tertnes til þess að spila meira en endar hugsanlega með því að fá ekki að spila mínútu í viðbót í vetur. Það verður ekki meira svekkjandi. Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
„Það lítur allt út fyrir að maður sé komin í snemmbúið sumarfrí. Kósí, fjórir mánuðir fram undan hjá mér,“ sagði landsliðskonan Hildigunnur Einarsdóttir kaldhæðnislega en hún má ekkert spila handbolta fyrr en næsta vetur þar sem norska handknattleikssambandið hefur sett hana í fjögurra mánaða bann. Forsaga málsins er sú að Hildigunnur vildi komast frá Tertnes og úr varð að hún ákvað að skella sér til Molde þar sem Einar Jónsson er þjálfari. Þar var hún örugg um að fá að spila meira. Það var gengið frá öllu á réttum tíma, gengið frá greiðslu í gegnum netbanka og rafræn kvittun send til norska handknattleikssambandsins. Pappírskvittun kom svo degi síðar, en þá hafði félagaskiptaglugganum verið lokað, og það reyndist ekki vera nógu gott. Norska sambandið neitaði að taka rafrænu kvittunina góða og gilda og dæmdi Hildigunni í bann út tímabilið. „Þetta kom alveg flatt upp á mig. Ég hef verið í hálfgerðu losti síðan. Þetta eru ótrúlega gamaldags vinnubrögð árið 2015. Þeir vildu fá kvittun líka í pósti. Það vinnur enginn svona lengur. Þetta eru asnaleg og gamaldags vinnubrögð. Það er voða auðvelt fyrir þá að sitja fyrir aftan eitthvert skrifborð og segja að ég fái ekki að spila. Nú er ég í banni í fjóra mánuði því þeir geta ekki sýnt smá liðleika. Við gerðum ekkert rangt. Það er aðeins gamaldagsvinnubrögð sem eru að bitna á mér.“Gæti farið til Þýskalands Molde er búið að áfrýja úrskurðinum og liggur niðurstaða í því ekki fyrir. Þýski leikmannaglugginn er opinn til 15. febrúar og þegar hann lokast er endanlega búið að loka öllum gluggum fari svo að áfrýjunin í Noregi skili engum árangri. „Þetta er stuttur tími og allt gengur eitthvað svo hægt. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta muni enda hjá mér. Við vorum bjartsýn á að þetta myndi ganga í gegn þar sem við gátum sýnt fram á að allt hefði verið frágengið í tíma.“ Hildigunnur fór frá Tertnes til þess að spila meira en endar hugsanlega með því að fá ekki að spila mínútu í viðbót í vetur. Það verður ekki meira svekkjandi.
Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira