Þriðjungur nær ekki að safna lágmarkslífeyri ingvar haraldsson skrifar 5. febrúar 2015 08:00 Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur sagði við kynningu skýrslunnar það hafa komið á óvart hve margir útlendingar ættu rétt á lífeyrisgreiðslum hér á landi. Allt að 2.700 erlendir ríkisborgarar fæddir frá árinu 1977 hafa að líkindum greitt í íslenskan lífeyrissjóð. vísir/gva Þriðjungur þeirra sem voru á vinnumarkaði árið 2012 munu ekki uppfylla lagaviðmið um lágmarkslífeyrissöfnun þegar þeir fara á eftirlaun. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Fjármálaeftirlitsins og Landssamtaka lífeyrissjóða sem kynnt var í gær og ber nafnið „Nægjanleiki lífeyrissparnaðar“. Í lögum um lífeyrissjóði er miðað við að iðgjöld dugi fyrir lífeyri sem sé 56 prósent af meðalævitekjum. Það viðmið mun þriðjungur launamanna ekki uppfylla. „Það kom vissulega á óvart að hópurinn væri svona stór,“ segir Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landsamtökum lífeyrissjóða og einn af höfundum skýrslunnar. Stefán segir flesta sem ekki ná 56 prósent viðmiðinu ekki hafa unnið nógu lengi á Íslandi en 56 prósenta hlutfallið er miðað við 40 ára starfsævi hér á landi. „Þeir sem fara í langskólanám eiga ekki möguleika á að ná nægjanlegum fjölda starfsára til þess að uppfylla þessi viðmið. Einnig þeir sem hafa flust til landsins og eiga þannig skemmri starfsævi hér á landi,“ segir Stefán.Eldri kynslóðir safnað minni lífeyriHlutfallið er talsvert hærra á meðal þeirra sem eru eldri. 42 prósent fólks sem var á aldrinum 60-64 árið 2012 mun ekki ná lágmarksviðmiðinu. Í aldurshópnum 35-39 ára er hlutfallið 27 prósent. Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og annar skýrsluhöfunda segir ástæðuna fyrir þessum kynslóðamun vera að lífeyriskerfið hafi ekki verið fullmótað þegar eldri kynslóðir hófu að greiða lífeyri. Því hafi minni lífeyrir safnast hjá þeim aldurshópi. Stefán bendir þó á að flestir sem nái ekki viðmiðinu fái hærri lífeyrisgreiðslur frá Tryggingarstofnun sem jafni tekjur þeirra miðað við þá sem safnað hafa hærri iðgjöldum. Þá skilar söfnun séreignarsparnaðar einnig hærri lífeyrisgreiðslum.Aukin sveigjanleiki gæti dregið úr kostnaði ríkisinsStefán segir nokkrar leiðir færar til þess að lækka hlutfall þeirra sem ekki uppfylla lágmarksviðmiðið. „Í skýrslunni er bent á þann möguleika að auka megi sveigjanleika í töku lífeyris og söfnun lífeyrisréttinda þannig að menn geti bætt sér upp slaka ávinnslu á yngri árum með því annaðhvort að vinna lengur eða borga hærri iðgjöld síðar á starfsævinni,“ segir Stefán. Skýrsluhöfundar mæla með valkvæðri hækkun iðngjalda sem hafist gæti við 50 ára aldur og væri frádráttarbær frá skattstofni. Bent er á í skýrslunni að verði ekkert að gert muni þyngri byrði lífeyrisgreiðslna falla á almannatryggingar sem greiddar séu af skattfé en lífeyrissjóðalögunum hafi verið ætlað að létta þá byrði. Tengdar fréttir Leggja til minni skerðingu bóta Nefnd undir forystu Péturs Blöndal hyggst skila ráðherra skýrslu á næstu vikum þar sem lagt er til að lífeyrisaldur verði hækkaður og dregið verði úr skerðingu bóta. 5. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Þriðjungur þeirra sem voru á vinnumarkaði árið 2012 munu ekki uppfylla lagaviðmið um lágmarkslífeyrissöfnun þegar þeir fara á eftirlaun. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Fjármálaeftirlitsins og Landssamtaka lífeyrissjóða sem kynnt var í gær og ber nafnið „Nægjanleiki lífeyrissparnaðar“. Í lögum um lífeyrissjóði er miðað við að iðgjöld dugi fyrir lífeyri sem sé 56 prósent af meðalævitekjum. Það viðmið mun þriðjungur launamanna ekki uppfylla. „Það kom vissulega á óvart að hópurinn væri svona stór,“ segir Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landsamtökum lífeyrissjóða og einn af höfundum skýrslunnar. Stefán segir flesta sem ekki ná 56 prósent viðmiðinu ekki hafa unnið nógu lengi á Íslandi en 56 prósenta hlutfallið er miðað við 40 ára starfsævi hér á landi. „Þeir sem fara í langskólanám eiga ekki möguleika á að ná nægjanlegum fjölda starfsára til þess að uppfylla þessi viðmið. Einnig þeir sem hafa flust til landsins og eiga þannig skemmri starfsævi hér á landi,“ segir Stefán.Eldri kynslóðir safnað minni lífeyriHlutfallið er talsvert hærra á meðal þeirra sem eru eldri. 42 prósent fólks sem var á aldrinum 60-64 árið 2012 mun ekki ná lágmarksviðmiðinu. Í aldurshópnum 35-39 ára er hlutfallið 27 prósent. Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og annar skýrsluhöfunda segir ástæðuna fyrir þessum kynslóðamun vera að lífeyriskerfið hafi ekki verið fullmótað þegar eldri kynslóðir hófu að greiða lífeyri. Því hafi minni lífeyrir safnast hjá þeim aldurshópi. Stefán bendir þó á að flestir sem nái ekki viðmiðinu fái hærri lífeyrisgreiðslur frá Tryggingarstofnun sem jafni tekjur þeirra miðað við þá sem safnað hafa hærri iðgjöldum. Þá skilar söfnun séreignarsparnaðar einnig hærri lífeyrisgreiðslum.Aukin sveigjanleiki gæti dregið úr kostnaði ríkisinsStefán segir nokkrar leiðir færar til þess að lækka hlutfall þeirra sem ekki uppfylla lágmarksviðmiðið. „Í skýrslunni er bent á þann möguleika að auka megi sveigjanleika í töku lífeyris og söfnun lífeyrisréttinda þannig að menn geti bætt sér upp slaka ávinnslu á yngri árum með því annaðhvort að vinna lengur eða borga hærri iðgjöld síðar á starfsævinni,“ segir Stefán. Skýrsluhöfundar mæla með valkvæðri hækkun iðngjalda sem hafist gæti við 50 ára aldur og væri frádráttarbær frá skattstofni. Bent er á í skýrslunni að verði ekkert að gert muni þyngri byrði lífeyrisgreiðslna falla á almannatryggingar sem greiddar séu af skattfé en lífeyrissjóðalögunum hafi verið ætlað að létta þá byrði.
Tengdar fréttir Leggja til minni skerðingu bóta Nefnd undir forystu Péturs Blöndal hyggst skila ráðherra skýrslu á næstu vikum þar sem lagt er til að lífeyrisaldur verði hækkaður og dregið verði úr skerðingu bóta. 5. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Leggja til minni skerðingu bóta Nefnd undir forystu Péturs Blöndal hyggst skila ráðherra skýrslu á næstu vikum þar sem lagt er til að lífeyrisaldur verði hækkaður og dregið verði úr skerðingu bóta. 5. febrúar 2015 09:00