Þriðjungur nær ekki að safna lágmarkslífeyri ingvar haraldsson skrifar 5. febrúar 2015 08:00 Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur sagði við kynningu skýrslunnar það hafa komið á óvart hve margir útlendingar ættu rétt á lífeyrisgreiðslum hér á landi. Allt að 2.700 erlendir ríkisborgarar fæddir frá árinu 1977 hafa að líkindum greitt í íslenskan lífeyrissjóð. vísir/gva Þriðjungur þeirra sem voru á vinnumarkaði árið 2012 munu ekki uppfylla lagaviðmið um lágmarkslífeyrissöfnun þegar þeir fara á eftirlaun. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Fjármálaeftirlitsins og Landssamtaka lífeyrissjóða sem kynnt var í gær og ber nafnið „Nægjanleiki lífeyrissparnaðar“. Í lögum um lífeyrissjóði er miðað við að iðgjöld dugi fyrir lífeyri sem sé 56 prósent af meðalævitekjum. Það viðmið mun þriðjungur launamanna ekki uppfylla. „Það kom vissulega á óvart að hópurinn væri svona stór,“ segir Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landsamtökum lífeyrissjóða og einn af höfundum skýrslunnar. Stefán segir flesta sem ekki ná 56 prósent viðmiðinu ekki hafa unnið nógu lengi á Íslandi en 56 prósenta hlutfallið er miðað við 40 ára starfsævi hér á landi. „Þeir sem fara í langskólanám eiga ekki möguleika á að ná nægjanlegum fjölda starfsára til þess að uppfylla þessi viðmið. Einnig þeir sem hafa flust til landsins og eiga þannig skemmri starfsævi hér á landi,“ segir Stefán.Eldri kynslóðir safnað minni lífeyriHlutfallið er talsvert hærra á meðal þeirra sem eru eldri. 42 prósent fólks sem var á aldrinum 60-64 árið 2012 mun ekki ná lágmarksviðmiðinu. Í aldurshópnum 35-39 ára er hlutfallið 27 prósent. Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og annar skýrsluhöfunda segir ástæðuna fyrir þessum kynslóðamun vera að lífeyriskerfið hafi ekki verið fullmótað þegar eldri kynslóðir hófu að greiða lífeyri. Því hafi minni lífeyrir safnast hjá þeim aldurshópi. Stefán bendir þó á að flestir sem nái ekki viðmiðinu fái hærri lífeyrisgreiðslur frá Tryggingarstofnun sem jafni tekjur þeirra miðað við þá sem safnað hafa hærri iðgjöldum. Þá skilar söfnun séreignarsparnaðar einnig hærri lífeyrisgreiðslum.Aukin sveigjanleiki gæti dregið úr kostnaði ríkisinsStefán segir nokkrar leiðir færar til þess að lækka hlutfall þeirra sem ekki uppfylla lágmarksviðmiðið. „Í skýrslunni er bent á þann möguleika að auka megi sveigjanleika í töku lífeyris og söfnun lífeyrisréttinda þannig að menn geti bætt sér upp slaka ávinnslu á yngri árum með því annaðhvort að vinna lengur eða borga hærri iðgjöld síðar á starfsævinni,“ segir Stefán. Skýrsluhöfundar mæla með valkvæðri hækkun iðngjalda sem hafist gæti við 50 ára aldur og væri frádráttarbær frá skattstofni. Bent er á í skýrslunni að verði ekkert að gert muni þyngri byrði lífeyrisgreiðslna falla á almannatryggingar sem greiddar séu af skattfé en lífeyrissjóðalögunum hafi verið ætlað að létta þá byrði. Tengdar fréttir Leggja til minni skerðingu bóta Nefnd undir forystu Péturs Blöndal hyggst skila ráðherra skýrslu á næstu vikum þar sem lagt er til að lífeyrisaldur verði hækkaður og dregið verði úr skerðingu bóta. 5. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Þriðjungur þeirra sem voru á vinnumarkaði árið 2012 munu ekki uppfylla lagaviðmið um lágmarkslífeyrissöfnun þegar þeir fara á eftirlaun. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Fjármálaeftirlitsins og Landssamtaka lífeyrissjóða sem kynnt var í gær og ber nafnið „Nægjanleiki lífeyrissparnaðar“. Í lögum um lífeyrissjóði er miðað við að iðgjöld dugi fyrir lífeyri sem sé 56 prósent af meðalævitekjum. Það viðmið mun þriðjungur launamanna ekki uppfylla. „Það kom vissulega á óvart að hópurinn væri svona stór,“ segir Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landsamtökum lífeyrissjóða og einn af höfundum skýrslunnar. Stefán segir flesta sem ekki ná 56 prósent viðmiðinu ekki hafa unnið nógu lengi á Íslandi en 56 prósenta hlutfallið er miðað við 40 ára starfsævi hér á landi. „Þeir sem fara í langskólanám eiga ekki möguleika á að ná nægjanlegum fjölda starfsára til þess að uppfylla þessi viðmið. Einnig þeir sem hafa flust til landsins og eiga þannig skemmri starfsævi hér á landi,“ segir Stefán.Eldri kynslóðir safnað minni lífeyriHlutfallið er talsvert hærra á meðal þeirra sem eru eldri. 42 prósent fólks sem var á aldrinum 60-64 árið 2012 mun ekki ná lágmarksviðmiðinu. Í aldurshópnum 35-39 ára er hlutfallið 27 prósent. Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og annar skýrsluhöfunda segir ástæðuna fyrir þessum kynslóðamun vera að lífeyriskerfið hafi ekki verið fullmótað þegar eldri kynslóðir hófu að greiða lífeyri. Því hafi minni lífeyrir safnast hjá þeim aldurshópi. Stefán bendir þó á að flestir sem nái ekki viðmiðinu fái hærri lífeyrisgreiðslur frá Tryggingarstofnun sem jafni tekjur þeirra miðað við þá sem safnað hafa hærri iðgjöldum. Þá skilar söfnun séreignarsparnaðar einnig hærri lífeyrisgreiðslum.Aukin sveigjanleiki gæti dregið úr kostnaði ríkisinsStefán segir nokkrar leiðir færar til þess að lækka hlutfall þeirra sem ekki uppfylla lágmarksviðmiðið. „Í skýrslunni er bent á þann möguleika að auka megi sveigjanleika í töku lífeyris og söfnun lífeyrisréttinda þannig að menn geti bætt sér upp slaka ávinnslu á yngri árum með því annaðhvort að vinna lengur eða borga hærri iðgjöld síðar á starfsævinni,“ segir Stefán. Skýrsluhöfundar mæla með valkvæðri hækkun iðngjalda sem hafist gæti við 50 ára aldur og væri frádráttarbær frá skattstofni. Bent er á í skýrslunni að verði ekkert að gert muni þyngri byrði lífeyrisgreiðslna falla á almannatryggingar sem greiddar séu af skattfé en lífeyrissjóðalögunum hafi verið ætlað að létta þá byrði.
Tengdar fréttir Leggja til minni skerðingu bóta Nefnd undir forystu Péturs Blöndal hyggst skila ráðherra skýrslu á næstu vikum þar sem lagt er til að lífeyrisaldur verði hækkaður og dregið verði úr skerðingu bóta. 5. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Leggja til minni skerðingu bóta Nefnd undir forystu Péturs Blöndal hyggst skila ráðherra skýrslu á næstu vikum þar sem lagt er til að lífeyrisaldur verði hækkaður og dregið verði úr skerðingu bóta. 5. febrúar 2015 09:00