Velta Frosts áttfaldast á einungis tíu árum Sveinn Arnarson skrifar 28. janúar 2015 10:00 Allt frá árinu 2005 hefur fyrirtækið verið í meirihlutaeigu starfsmanna. fréttablaðið/Auðunn Níelsson Velta kælismiðjunnar Frosts ehf. á Akureyri hefur áttfaldast á síðustu tíu árum. Fyrirtækið, sem er í meirihlutaeigu starfsmanna, er skuldlaust og hreinar eignir þess eru um 1,2 milljarðar íslenskra króna. „Það hefur verið stígandi í fyrirtækinu síðustu ár og sú mikla þekking og mannauður sem fyrirtækið býr yfir í starfsmönnum sínum eru gríðarlega verðmæt,“ segir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar. Fyrirtækið á sér sögu aftur til ársins 1985 en frá 2005 hefur það verið í meirihlutaeigu starfsmanna. Sextíu prósent eru í eigu starfsmanna en KEA og Samherji eiga sinn fimmtungshlutinn hvort í fyrirtækinu. Frost vinnur að uppsetningu og hönnun á frysti- og kælikerfum fyrir fyrirtæki í matvælaframleiðslu víðs vegar um heiminn. Að mati Gunnars er Frost þekkingarfyrirtæki sem vinnur að hönnun og uppsetningu. Tæknilausnir við frystingu og kælingu afurða skipta miklu máli í nútímamatvælaframleiðslu og kröfur um gæði vörunnar verða æ meiri með hverju ári sem líður. Langflestar fisk- og kjötvinnslur landsins eru með kæli- og frystikerfi sem fyrirtækið hefur sett upp og þjónustar. „Einnig höfum við verið að gera ágæta hluti erlendis. Færeyjar eru til að mynda mjög stór markaður hjá okkur en einnig höfum við verið að vinna í Tyrklandi, Kína, Kanada, Skandinavíu og á sumum svæðum í Afríku, svo dæmi séu tekin.“Mannauður mikilvægur „Frost hefur vaxið og dafnað síðastliðin ár. Nú er svo komið að fyrirtækið skuldar ekki krónu í banka og allar framkvæmdir þess eru fjármagnaðar með eigin fé,“ segir Gunnar. „Reksturinn síðastliðin ár hefur verið góður og stígandi í verkefnum. Hagnaður hefur verið góður af rekstri. Nú er svo komið að árin 2012 og 2013 var veltan rúmir tveir milljarðar en verður rétt undir þremur milljörðum árið 2014. Það er vöxtur um 25 prósent og við erum mjög ánægðir með þennan árangur.“ Gunnar þakkar starfsmönnum fyrst og fremst þessum góða árangri síðustu ár. „Það er í raun teymisvinna starfsmanna sem skapar þetta að miklu leyti. Við búum yfir mikilli þekkingu í starfsfólki. Hér eru starfsmenn sem hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og búa orðið yfir mikilli þekkingu. Einnig höfum við verið að bæta við okkur mjög öflugum tæknimönnum og tækniteiknurum með mikla færni.“ Að mati Gunnars er innlend þekking að verða til í þessum geira og fyrirtækið hefur getið sér gott orð á erlendum vettvangi. Á þessari innlendu þekkingu sækir fyrirtækið fram á erlenda markaði. „Þar eru vaxtarmöguleikarnir að okkar mati. Við erum að sjá mikla möguleika í Afríku þar sem spennandi tímar eru fram undan á ýmsum stöðum. Það er því áhugvert að sjá hvort við getum hoppað á þann vagn að einhverju ráði.“Mikið samstarf á Akureyri Stór verkefni kælismiðjunnar krefjast þess að mikið sé unnið með undirverktökum og öðrum fyrirtækjum. Síðustu ár hafa fyrirtæki á Akureyri notið góðs af góðri stöðu kælismiðjunnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum í raun bara lítið fyrirtæki og höfum alls ekki verkefni til að reka eigin deild í rafmagni. Þess vegna nýtum við okkur sérhæfð fyrirtæki í þeim efnum. Við höfum unnið náið með tveimur fyrirtækjum hér á Akureyri sem vinna að rafmagnshlutanum og forritun og stýringu. Þetta hefur heppnast vel og samstarfið hefur verið mjög gott.“ Að mati Gunnars er ekki um að ræða eiginlega stefnu fyrirtækisins í þessum efnum, að eiga viðskipti við fyrirtæki á Akureyri og þar með styrkja heimabyggðina. Hins vegar er það svo að stjórnendur fyrirtækisins geri sér grein fyrir mikilvægi þess að styrkja nærsvæði sitt og finnst á einhvern hátt að þeim renni blóðið til skyldunnar í þeim efnum.Erfitt að fá menntað fólk Starfsmenn fyrirtækisins eru 45 talsins, langflestir þeirra vélvirkjar eða vélstjórar. Einnig starfa þar tæknifræðingar og tækniteiknarar. Á Akureyri starfa 25 starfsmenn og 20 í starfsstöð fyrirtækisins í Garðabæ. „Í stórum framkvæmdum hjá okkur erum við oft með fleiri aðkeypta menn en okkar eigin. Reksturinn er háður sveiflum að því marki að þessi stóru verkefni eru þannig að við getum ekki búið yfir slíku allt árið um kring. Því eru oft margir undirverktakar hjá okkur, líkt og í Færeyjum þar sem við höfum sett upp verksmiðjur sem geta fryst allt að eitt þúsund tonn af uppsjávarfiski á sólarhring.“ Gunnar segir erfitt oft á tíðum að fá vana menn til vinnu, þá sérstaklega vélstjórnarmenntaða menn og vélvirkja. Þar sé samkeppni hörð. „Þetta getur oft reynst okkur flöskuháls. Einstaklingum með þessa menntun bjóðast oft á tíðum góðar tekjur á sjó og geta einnig fengið vinnu hvar sem er erlendis.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Velta kælismiðjunnar Frosts ehf. á Akureyri hefur áttfaldast á síðustu tíu árum. Fyrirtækið, sem er í meirihlutaeigu starfsmanna, er skuldlaust og hreinar eignir þess eru um 1,2 milljarðar íslenskra króna. „Það hefur verið stígandi í fyrirtækinu síðustu ár og sú mikla þekking og mannauður sem fyrirtækið býr yfir í starfsmönnum sínum eru gríðarlega verðmæt,“ segir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar. Fyrirtækið á sér sögu aftur til ársins 1985 en frá 2005 hefur það verið í meirihlutaeigu starfsmanna. Sextíu prósent eru í eigu starfsmanna en KEA og Samherji eiga sinn fimmtungshlutinn hvort í fyrirtækinu. Frost vinnur að uppsetningu og hönnun á frysti- og kælikerfum fyrir fyrirtæki í matvælaframleiðslu víðs vegar um heiminn. Að mati Gunnars er Frost þekkingarfyrirtæki sem vinnur að hönnun og uppsetningu. Tæknilausnir við frystingu og kælingu afurða skipta miklu máli í nútímamatvælaframleiðslu og kröfur um gæði vörunnar verða æ meiri með hverju ári sem líður. Langflestar fisk- og kjötvinnslur landsins eru með kæli- og frystikerfi sem fyrirtækið hefur sett upp og þjónustar. „Einnig höfum við verið að gera ágæta hluti erlendis. Færeyjar eru til að mynda mjög stór markaður hjá okkur en einnig höfum við verið að vinna í Tyrklandi, Kína, Kanada, Skandinavíu og á sumum svæðum í Afríku, svo dæmi séu tekin.“Mannauður mikilvægur „Frost hefur vaxið og dafnað síðastliðin ár. Nú er svo komið að fyrirtækið skuldar ekki krónu í banka og allar framkvæmdir þess eru fjármagnaðar með eigin fé,“ segir Gunnar. „Reksturinn síðastliðin ár hefur verið góður og stígandi í verkefnum. Hagnaður hefur verið góður af rekstri. Nú er svo komið að árin 2012 og 2013 var veltan rúmir tveir milljarðar en verður rétt undir þremur milljörðum árið 2014. Það er vöxtur um 25 prósent og við erum mjög ánægðir með þennan árangur.“ Gunnar þakkar starfsmönnum fyrst og fremst þessum góða árangri síðustu ár. „Það er í raun teymisvinna starfsmanna sem skapar þetta að miklu leyti. Við búum yfir mikilli þekkingu í starfsfólki. Hér eru starfsmenn sem hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og búa orðið yfir mikilli þekkingu. Einnig höfum við verið að bæta við okkur mjög öflugum tæknimönnum og tækniteiknurum með mikla færni.“ Að mati Gunnars er innlend þekking að verða til í þessum geira og fyrirtækið hefur getið sér gott orð á erlendum vettvangi. Á þessari innlendu þekkingu sækir fyrirtækið fram á erlenda markaði. „Þar eru vaxtarmöguleikarnir að okkar mati. Við erum að sjá mikla möguleika í Afríku þar sem spennandi tímar eru fram undan á ýmsum stöðum. Það er því áhugvert að sjá hvort við getum hoppað á þann vagn að einhverju ráði.“Mikið samstarf á Akureyri Stór verkefni kælismiðjunnar krefjast þess að mikið sé unnið með undirverktökum og öðrum fyrirtækjum. Síðustu ár hafa fyrirtæki á Akureyri notið góðs af góðri stöðu kælismiðjunnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum í raun bara lítið fyrirtæki og höfum alls ekki verkefni til að reka eigin deild í rafmagni. Þess vegna nýtum við okkur sérhæfð fyrirtæki í þeim efnum. Við höfum unnið náið með tveimur fyrirtækjum hér á Akureyri sem vinna að rafmagnshlutanum og forritun og stýringu. Þetta hefur heppnast vel og samstarfið hefur verið mjög gott.“ Að mati Gunnars er ekki um að ræða eiginlega stefnu fyrirtækisins í þessum efnum, að eiga viðskipti við fyrirtæki á Akureyri og þar með styrkja heimabyggðina. Hins vegar er það svo að stjórnendur fyrirtækisins geri sér grein fyrir mikilvægi þess að styrkja nærsvæði sitt og finnst á einhvern hátt að þeim renni blóðið til skyldunnar í þeim efnum.Erfitt að fá menntað fólk Starfsmenn fyrirtækisins eru 45 talsins, langflestir þeirra vélvirkjar eða vélstjórar. Einnig starfa þar tæknifræðingar og tækniteiknarar. Á Akureyri starfa 25 starfsmenn og 20 í starfsstöð fyrirtækisins í Garðabæ. „Í stórum framkvæmdum hjá okkur erum við oft með fleiri aðkeypta menn en okkar eigin. Reksturinn er háður sveiflum að því marki að þessi stóru verkefni eru þannig að við getum ekki búið yfir slíku allt árið um kring. Því eru oft margir undirverktakar hjá okkur, líkt og í Færeyjum þar sem við höfum sett upp verksmiðjur sem geta fryst allt að eitt þúsund tonn af uppsjávarfiski á sólarhring.“ Gunnar segir erfitt oft á tíðum að fá vana menn til vinnu, þá sérstaklega vélstjórnarmenntaða menn og vélvirkja. Þar sé samkeppni hörð. „Þetta getur oft reynst okkur flöskuháls. Einstaklingum með þessa menntun bjóðast oft á tíðum góðar tekjur á sjó og geta einnig fengið vinnu hvar sem er erlendis.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira