Endurútgefur tuttugu ára gamlar mánaðarkassettur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2015 09:30 Kasetturnar voru gefnar út í fáum eintökum en Curver hefur nú hafið endurútgáfu á þeim. Vísir/Ernir „Þetta er í tilefni þess að tuttugu ár eru síðan ég startaði þessu verkefni. Þessar kassettur voru gefnar út í mjög fáum eintökum, jafnmörgum þeim dögum og voru í mánuðinum,“ segir tón- og myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen. Í janúar hóf hann endurútgáfu á svokölluðum mánaðarkassettum sem hann gaf út árið 1995. „Ég var mikið að gera tilraunir með tónlist. Mikið að taka upp á fjögurra rása tæki og prófa allar gerðir tón- og hljóðlistar,“ segir Curver en hugmyndin að verkefninu kviknaði við óvenjulegar aðstæður. „Í rauninni datt mér þetta í hug þegar ég var að vinna í uppvaski á 17. júní, það var búið að spila Hæ hó jibbí jei alveg skrilljón sinnum í útvarpinu, þá datt mér í hug að það væri frábær hugmynd að semja lag fyrir hvern dag ársins.“ Hann lét hugmyndina verða að veruleika og gaf út kassettu í hverjum mánuði. „Lögin heita eftir dögum mánaðarins en stundum voru undirtitlar. Lögin tengdust stundum afmælisdögum vina eða merku fólki í mannkynssögunni, dánardagur Marilyn Monroe, Elvis Presley og slíkt.“ Curver segir talsverðan tíma hafa farið í kassettugerðina enda sá hann einn um að semja og útsetja öll lögin. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, gaf manni svona tækifæri til þess að prufa alls konar gerðir tónlistar, ég var mikið að spá í skilgreiningar á tónlist, hvað gæti talist lag og slíkt,“ segir hann og bætir við að útkoman hafi verið allt frá popplögum út í óhljóða- og hljóðatilraunir. „Einhvern veginn þá finnst mér þetta alltaf vera öll litlu börnin mín, ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra,“ segir Curver, spurður að því hvort hann eigi sér einhvern uppáhaldsdag. Endurútgáfunni hefur verið vel tekið að hans sögn. „Fullt af fólki sem man eftir þessu verkefni og átti spólur. Einhverjir sem voru að reyna að safna öllum mánuðunum. Fólk hefur núna aftur aðgang að þessum lögum af því þetta var í svo takmörkuðu upplagi. Fólk hefur kannski heyrt af verkefninu en ekki haft tök á því að heyra þetta.“ Mánaðarkassettur Curvers er hægt að nálgast á Facebook.com/CurverThoroddsen þar sem hann birtir lag dagsins. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Sjá meira
„Þetta er í tilefni þess að tuttugu ár eru síðan ég startaði þessu verkefni. Þessar kassettur voru gefnar út í mjög fáum eintökum, jafnmörgum þeim dögum og voru í mánuðinum,“ segir tón- og myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen. Í janúar hóf hann endurútgáfu á svokölluðum mánaðarkassettum sem hann gaf út árið 1995. „Ég var mikið að gera tilraunir með tónlist. Mikið að taka upp á fjögurra rása tæki og prófa allar gerðir tón- og hljóðlistar,“ segir Curver en hugmyndin að verkefninu kviknaði við óvenjulegar aðstæður. „Í rauninni datt mér þetta í hug þegar ég var að vinna í uppvaski á 17. júní, það var búið að spila Hæ hó jibbí jei alveg skrilljón sinnum í útvarpinu, þá datt mér í hug að það væri frábær hugmynd að semja lag fyrir hvern dag ársins.“ Hann lét hugmyndina verða að veruleika og gaf út kassettu í hverjum mánuði. „Lögin heita eftir dögum mánaðarins en stundum voru undirtitlar. Lögin tengdust stundum afmælisdögum vina eða merku fólki í mannkynssögunni, dánardagur Marilyn Monroe, Elvis Presley og slíkt.“ Curver segir talsverðan tíma hafa farið í kassettugerðina enda sá hann einn um að semja og útsetja öll lögin. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, gaf manni svona tækifæri til þess að prufa alls konar gerðir tónlistar, ég var mikið að spá í skilgreiningar á tónlist, hvað gæti talist lag og slíkt,“ segir hann og bætir við að útkoman hafi verið allt frá popplögum út í óhljóða- og hljóðatilraunir. „Einhvern veginn þá finnst mér þetta alltaf vera öll litlu börnin mín, ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra,“ segir Curver, spurður að því hvort hann eigi sér einhvern uppáhaldsdag. Endurútgáfunni hefur verið vel tekið að hans sögn. „Fullt af fólki sem man eftir þessu verkefni og átti spólur. Einhverjir sem voru að reyna að safna öllum mánuðunum. Fólk hefur núna aftur aðgang að þessum lögum af því þetta var í svo takmörkuðu upplagi. Fólk hefur kannski heyrt af verkefninu en ekki haft tök á því að heyra þetta.“ Mánaðarkassettur Curvers er hægt að nálgast á Facebook.com/CurverThoroddsen þar sem hann birtir lag dagsins.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Sjá meira