Fríverslun við Kína nýtist ekki smærri verslunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Starfsmaður Alibaba, sem á póstverslunina AliExpress, á vappi um sameiginlegt rými starfsmanna í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Hangzhou í Kína. Nordicphotos/AFP Fríverslunarsamningurinn við Kína sem gildi tók í fyrrasumar nýtist flestum minni verslunum alls ekki. Á þetta bendir Svava Jóhansen, stofnandi og eigandi NTC, sem á og rekur fjölda tískuverslana. Svava segir að til þess að ná fram þeirri 15 prósenta lækkun á vöruverði sem samningurinn eigi að skila verði verslanir að flytja sjálfar inn beint frá Kína. „Allur okkar varningur er merkjavara í ódýrari og meðalverðum og svo dýrari,“ segir hún. Hluti af framleiðslunni sé framleiddur fyrir NTC og sendur beint og það skili sér í lægra verði og meiri sölu hér heima. En hafi framleiðslan viðkomu í Evrópulandi á leiðinni hingað þá leggist á hana tvöfaldur tollur; fyrst tollur ESB á varning frá Kína og svo tollur aftur á Íslandi á varning frá ESB. „Ég hefði gjarnan viljað sjá afnumda tolla þegar varan fer í gegn um Evrópu,“ segir Svava.Svava JohansenMynd/Nína Björk Hlöðversdóttir„Fríverslunin við Kína er eiginlega bara fyrsta skrefið, en nýtist flestum minni verslunum og minni fyrirtækjum alls ekki. Þetta nýtist okkur hins vegar því við erum að láta framleiða töluvert fyrir okkur sjálf.“ Minni fyrirtækin séu í raun verr stödd því þau þurfi í kjölfarið að kljást við meiri samkeppni. Hvað varðar kaup á fatnaði frá Kína í tengslum við vefverslanir á borð við AliExpress segist Svava ekki hafa orðið vör við að þau viðskipti hafi haft áhrif á verslanir NTC. Netverslun færist hins vegar í vöxt eins og fyrirtækið finni sjálft fyrir með tilkomu eigin vefverslunar fyrir skömmu. Hún hafi verið stigvaxandi og sendar séu vörur á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. „Ég held að fólk úti á landi sé komið lengra í að versla á netinu, sérstaklega ef það býr þar sem langt er í stærri verslanir,“ segir hún og eins finnist sumum betra að spara tíma og panta sér hluti á netinu. Svava segir fjölmarga framleiða vörur sínar í Kína, en þar kunni aftur að vera munur á verksmiðjum. „Fínustu verksmiðjurnar eru náttúrlega undirlagðar af merkjavöru á borð við þá sem við bjóðum upp á og haft er gæðaeftirlit með, en svo eru náttúrlega til aðrar verksmiðjur þar sem allt kostar 2.000 og 1.000 krónur. Þar má gera ráð fyrir að öll uppsetning, laun og aðbúnaður starfsmanna sé með öðrum hætti.“ Því kunni að fylgja því siðferðileg álitamál að panta mjög ódýran varning frá Kína. „Það er hins vegar örugglega heilmikið keypt frá Kína eins og tölur frá Póstinum sýna,“ segir Svava og telur eflaust um einhverja samkeppni að ræða við sínar verslanir, en svo geti líka verið að fólk sé frekar að kaupa barnaföt og annan varning sem ekki sé til hjá verslunum NTC. Svava segir að enn sem komið er sé samkeppni frá verslunarferðum fólks til útlanda sterkari þegar kemur að fatnaði. Því sé til dæmis fleygt að 40 prósent íslenskrar barnafataverslunar eigi sér stað utan landsteinanna og 20 prósent fataverslunar. Þar eigi verslanir H&M stóran hlut. Dagný Jónsdóttir, sem í fyrravor skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík um fríverslun við Kína, segir pakka þurfa að millilenda á tollfríu svæði í Evrópu, eigi fríverslunin að skila sér, fari sendingar ekki beint hingað frá Kína. „ESB er ekki með fríverslunarsamning við Kína,“ segir hún. Því fari eftir tollareglum hverju sinni hvaða álögur leggist á vörurnar. Hins vegar hafi Kínverjar sýnt því mikinn áhuga að hefja viðræður við Evrópusambandið um fríverslun, en slíkir samningar séu misvíðtækir og því erfitt að geta sér til um möguleg áhrif slíks samnings, náist saman um slíkar viðræður. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Fríverslunarsamningurinn við Kína sem gildi tók í fyrrasumar nýtist flestum minni verslunum alls ekki. Á þetta bendir Svava Jóhansen, stofnandi og eigandi NTC, sem á og rekur fjölda tískuverslana. Svava segir að til þess að ná fram þeirri 15 prósenta lækkun á vöruverði sem samningurinn eigi að skila verði verslanir að flytja sjálfar inn beint frá Kína. „Allur okkar varningur er merkjavara í ódýrari og meðalverðum og svo dýrari,“ segir hún. Hluti af framleiðslunni sé framleiddur fyrir NTC og sendur beint og það skili sér í lægra verði og meiri sölu hér heima. En hafi framleiðslan viðkomu í Evrópulandi á leiðinni hingað þá leggist á hana tvöfaldur tollur; fyrst tollur ESB á varning frá Kína og svo tollur aftur á Íslandi á varning frá ESB. „Ég hefði gjarnan viljað sjá afnumda tolla þegar varan fer í gegn um Evrópu,“ segir Svava.Svava JohansenMynd/Nína Björk Hlöðversdóttir„Fríverslunin við Kína er eiginlega bara fyrsta skrefið, en nýtist flestum minni verslunum og minni fyrirtækjum alls ekki. Þetta nýtist okkur hins vegar því við erum að láta framleiða töluvert fyrir okkur sjálf.“ Minni fyrirtækin séu í raun verr stödd því þau þurfi í kjölfarið að kljást við meiri samkeppni. Hvað varðar kaup á fatnaði frá Kína í tengslum við vefverslanir á borð við AliExpress segist Svava ekki hafa orðið vör við að þau viðskipti hafi haft áhrif á verslanir NTC. Netverslun færist hins vegar í vöxt eins og fyrirtækið finni sjálft fyrir með tilkomu eigin vefverslunar fyrir skömmu. Hún hafi verið stigvaxandi og sendar séu vörur á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. „Ég held að fólk úti á landi sé komið lengra í að versla á netinu, sérstaklega ef það býr þar sem langt er í stærri verslanir,“ segir hún og eins finnist sumum betra að spara tíma og panta sér hluti á netinu. Svava segir fjölmarga framleiða vörur sínar í Kína, en þar kunni aftur að vera munur á verksmiðjum. „Fínustu verksmiðjurnar eru náttúrlega undirlagðar af merkjavöru á borð við þá sem við bjóðum upp á og haft er gæðaeftirlit með, en svo eru náttúrlega til aðrar verksmiðjur þar sem allt kostar 2.000 og 1.000 krónur. Þar má gera ráð fyrir að öll uppsetning, laun og aðbúnaður starfsmanna sé með öðrum hætti.“ Því kunni að fylgja því siðferðileg álitamál að panta mjög ódýran varning frá Kína. „Það er hins vegar örugglega heilmikið keypt frá Kína eins og tölur frá Póstinum sýna,“ segir Svava og telur eflaust um einhverja samkeppni að ræða við sínar verslanir, en svo geti líka verið að fólk sé frekar að kaupa barnaföt og annan varning sem ekki sé til hjá verslunum NTC. Svava segir að enn sem komið er sé samkeppni frá verslunarferðum fólks til útlanda sterkari þegar kemur að fatnaði. Því sé til dæmis fleygt að 40 prósent íslenskrar barnafataverslunar eigi sér stað utan landsteinanna og 20 prósent fataverslunar. Þar eigi verslanir H&M stóran hlut. Dagný Jónsdóttir, sem í fyrravor skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík um fríverslun við Kína, segir pakka þurfa að millilenda á tollfríu svæði í Evrópu, eigi fríverslunin að skila sér, fari sendingar ekki beint hingað frá Kína. „ESB er ekki með fríverslunarsamning við Kína,“ segir hún. Því fari eftir tollareglum hverju sinni hvaða álögur leggist á vörurnar. Hins vegar hafi Kínverjar sýnt því mikinn áhuga að hefja viðræður við Evrópusambandið um fríverslun, en slíkir samningar séu misvíðtækir og því erfitt að geta sér til um möguleg áhrif slíks samnings, náist saman um slíkar viðræður.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent