Er Sjálfstæðisflokkurinn að verða eins og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna? Erling Ingvason og Sigurjón Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar