Hornamaðurinn Vignir Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals.
Vignir, sem verður 25 ára í næsta mánuði, skoraði 56 mörk í 26 deildarleikjum með Val í vetur.
Valsmenn urðu deildarmeistarar en féllu úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum Olís-deildarinnar.
Vignir kom til Vals árið 2012 en hann er einn fjölmargra leikmanna liðsins sem hafa framlengt samning sinn við félagið að undanförnu.

