Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 22:32 Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra. Alþingi Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra.
Alþingi Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira