Tækifæri til stöðugleika runnið úr greipum? ingvar haraldsson skrifar 27. mars 2015 11:55 Íslandsbanki spyr hvort stöðugleiki í hagkerfinu sé úti. vísir/vilhelm Greiningadeild Íslandsbanka telur að verðbólga muni fara yfir 2,5 prósent markamið Seðlabanka Íslands á síðari hluta ársins. Hagstofa Íslands tilkynnti í morgun verðbólgu á síðustu 12 mánuðum væri 1,6 prósent sem er tvöföld hækkun á 12 mánaða verðbólgu frá því í febrúar þegar hún var 0,8 prósent. „Virðist sem dýrmætt tækifæri til að koma á stöðugleika í samspili verðlags og launa hafi runnið úr greipum eftir því sem leið á síðasta ár, ekki síst vegna kjarasamninga stórra hópa opinberra starfsmanna sem hleyptu illu blóði í launþega á almennum markaði,“ segir í greiningu bankans. Bankinn spáir því að verðbólgan verði undir 4 prósenta efri vikmörkum Seðlabankans á síðari hluta ársins.Leiðréttingin líklegasti verðbólguvaldurinn Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða. Nemur hækkunin 4,2 prósent undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og var samanlagt níu mánuðina þar á undan. Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis segir í greiningu Íslandsbanka. Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við „leiðréttinguna“ svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili. Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei hærri Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. 4. mars 2015 07:00 Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. 24. febrúar 2015 20:11 Verðbólga innan vikmarka Seðlabankans Verðbólga á síðustu 12 mánuðum mælist 1,6 prósent. 27. mars 2015 09:20 Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka. 11. mars 2015 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Greiningadeild Íslandsbanka telur að verðbólga muni fara yfir 2,5 prósent markamið Seðlabanka Íslands á síðari hluta ársins. Hagstofa Íslands tilkynnti í morgun verðbólgu á síðustu 12 mánuðum væri 1,6 prósent sem er tvöföld hækkun á 12 mánaða verðbólgu frá því í febrúar þegar hún var 0,8 prósent. „Virðist sem dýrmætt tækifæri til að koma á stöðugleika í samspili verðlags og launa hafi runnið úr greipum eftir því sem leið á síðasta ár, ekki síst vegna kjarasamninga stórra hópa opinberra starfsmanna sem hleyptu illu blóði í launþega á almennum markaði,“ segir í greiningu bankans. Bankinn spáir því að verðbólgan verði undir 4 prósenta efri vikmörkum Seðlabankans á síðari hluta ársins.Leiðréttingin líklegasti verðbólguvaldurinn Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða. Nemur hækkunin 4,2 prósent undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og var samanlagt níu mánuðina þar á undan. Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis segir í greiningu Íslandsbanka. Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við „leiðréttinguna“ svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili.
Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei hærri Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. 4. mars 2015 07:00 Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. 24. febrúar 2015 20:11 Verðbólga innan vikmarka Seðlabankans Verðbólga á síðustu 12 mánuðum mælist 1,6 prósent. 27. mars 2015 09:20 Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka. 11. mars 2015 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Kaupmáttur launa aldrei hærri Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. 4. mars 2015 07:00
Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. 24. febrúar 2015 20:11
Verðbólga innan vikmarka Seðlabankans Verðbólga á síðustu 12 mánuðum mælist 1,6 prósent. 27. mars 2015 09:20
Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka. 11. mars 2015 07:00