Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Á frídegi verkalýðsins. Gylfi bendir á að finnist félagsmönnum einstakra stéttarfélaga tekjuskipting óréttlát geta þeir freistast til þess að gera meiri kaupkröfur en ella óháð atvinnustigi og skeyti þá litlu um áhrif á verðbólgu. Fréttablaðið/daníel „Í þeim skýrslum og greiningum sem birst hafa síðustu mánuði er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í nýrri grein í efnahagsritinu Vísbendingu sem út kom í gær. Hann segir mikilvægt að safna upplýsingum um þróun kaupmáttar hinna ýmsu stétta til þess að koma í veg fyrir að óánægja einstakra stéttarfélaga verði til fyrir misskilning. „Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumarkaði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stigi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnumarkaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnurekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað,“ segir Gylfi í grein sinni. Ríkisvaldið geti til dæmis boðið breytingar á skattkerfi og ríkisútgjöldum eða kerfisbreytingar, í skiptum fyrir verðstöðugleika.„Kannski væri upplagt að ríkisstjórnin beitti sér fyrir átaki í húsnæðismálum sem miðaði að því að lækka verð á minni íbúðum,“ stingur hann upp á. Gylfi bendir í greininni á að Seðlabankinn verði lögum samkvæmt að bregðast við verðbólguþrýstingi með vaxtahækkunum. „Ef verðbólga eykst til dæmis úr tveimur prósentum í sex þyrftu vextir að hækka um meira en fjórar prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn.“ Kjarasamningar sem ýttu undir verðbólgu hefðu því einnig veruleg áhrif á vaxtakostnað ríkissjóðs, fyrirtækja og einstaklinga, til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella. Ef hins vegar tækist að ná nýju jafnvægi segir Gylfi að sátt yrði meiri í samfélaginu, meiri atvinna, aukinn kaupmáttur, lægri vextir og vaxtakostnaður, og þar með lægri útgjöld ríkissjóðs. „Með lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er mögulegt að grynnka á skuldum hans og auka útgjöld til ýmissa þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði heilbrigðis- eða menntamála.“Segir stöðugleikann skipta höfuðmáli Gylfi Zoëga segir hagstjórnarvandann felast í að þótt hverju stéttarfélagi finnist réttlætanlegt að fara fram með miklar launakröfur sé það ekki skynsamlegt fyrir þjóðfélagið í heild og tekur dæmi úr umferðinni. „Það getur virst vera skynsamlegt hjá einum ökumanni að aka hraðar en allir aðrir svo fremi sem hinir aka áfram hægt. Hann kemst þá fyrr á áfangastað en aðrir. En ef allir hegða sér eins er voðinn vís.“ Hraðatakmarkanir á vinnumarkaði felist í að brugðist sé við með vaxtahækkunum, eða frestuðum vaxtalækkunum. „Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að stöðugleiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar sömuleiðis.“ Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
„Í þeim skýrslum og greiningum sem birst hafa síðustu mánuði er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í nýrri grein í efnahagsritinu Vísbendingu sem út kom í gær. Hann segir mikilvægt að safna upplýsingum um þróun kaupmáttar hinna ýmsu stétta til þess að koma í veg fyrir að óánægja einstakra stéttarfélaga verði til fyrir misskilning. „Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumarkaði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stigi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnumarkaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnurekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað,“ segir Gylfi í grein sinni. Ríkisvaldið geti til dæmis boðið breytingar á skattkerfi og ríkisútgjöldum eða kerfisbreytingar, í skiptum fyrir verðstöðugleika.„Kannski væri upplagt að ríkisstjórnin beitti sér fyrir átaki í húsnæðismálum sem miðaði að því að lækka verð á minni íbúðum,“ stingur hann upp á. Gylfi bendir í greininni á að Seðlabankinn verði lögum samkvæmt að bregðast við verðbólguþrýstingi með vaxtahækkunum. „Ef verðbólga eykst til dæmis úr tveimur prósentum í sex þyrftu vextir að hækka um meira en fjórar prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn.“ Kjarasamningar sem ýttu undir verðbólgu hefðu því einnig veruleg áhrif á vaxtakostnað ríkissjóðs, fyrirtækja og einstaklinga, til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella. Ef hins vegar tækist að ná nýju jafnvægi segir Gylfi að sátt yrði meiri í samfélaginu, meiri atvinna, aukinn kaupmáttur, lægri vextir og vaxtakostnaður, og þar með lægri útgjöld ríkissjóðs. „Með lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er mögulegt að grynnka á skuldum hans og auka útgjöld til ýmissa þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði heilbrigðis- eða menntamála.“Segir stöðugleikann skipta höfuðmáli Gylfi Zoëga segir hagstjórnarvandann felast í að þótt hverju stéttarfélagi finnist réttlætanlegt að fara fram með miklar launakröfur sé það ekki skynsamlegt fyrir þjóðfélagið í heild og tekur dæmi úr umferðinni. „Það getur virst vera skynsamlegt hjá einum ökumanni að aka hraðar en allir aðrir svo fremi sem hinir aka áfram hægt. Hann kemst þá fyrr á áfangastað en aðrir. En ef allir hegða sér eins er voðinn vís.“ Hraðatakmarkanir á vinnumarkaði felist í að brugðist sé við með vaxtahækkunum, eða frestuðum vaxtalækkunum. „Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að stöðugleiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar sömuleiðis.“
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira