Viðskipti innlent

Litlir bankar valda miklum vaxtamun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bankarnir eru of litlir til að ná hagkvæmnisstærð.
Bankarnir eru of litlir til að ná hagkvæmnisstærð.
Ástæðu mikils vaxtamunar hér á Íslandi má rekja til þess að enginn íslenskra viðskiptabanka nær hagkvæmnisstærð sem hefur verið metinn 25 milljarðar dala, eða 3.250 milljarðar króna. Þetta segir í greiningu Capacent fjármálaráðgjafar á vaxtamun og þróun fjármálamarkaða.

Þar segir að nýjustu rannsóknir bendi raunar til þess að hagkvæmnisstærðin sé komin upp í 50- 100 milljarða dala, sem er um 6.500-13.000 milljarða króna og íslensku bankarnir því örsmáir í þeim samanburði.

Þá segir að sé rýnt í meðalverðbólgu hvers árs og vaxtamun innlendra viðskiptabanka á árunum 1997 til 2014 megi sjá að verðbólga sé ekki ráðandi þáttur þegar kemur að vaxtamun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×