„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ ingvar haraldsson skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“ vísir/gva Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson. Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson.
Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent