Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur hjá Savehof í fjögurra marka tapi, 23-19, gegn Lugi HF í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Guif vann góðan sigur á Skövde í hinum Íslendingarleik dagsins.
Atli Ævar gerði átta mörk fyrir Savehof sem tapaði gegn Lugi á heimavelli. Lugi leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 12-15, og lokatölur 19-23 eftir lítið markaskor í síðari hálfleik.
Savehof er í fjórða sæti deildarinanr, en Lugi í því sjötta svo sigurinn óvæntur hjá Lugi.
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Eskilstuna Guif unnu níu marka sigur á IFK Skövde, 33-24, eftir að hafa leitt 16-12 í hálfleik. Kristján fékk gult spjald á 44 mínútu.
Guif er í áttunda sætinu með 21 stig, en Skövder er í því þrettánda með átta stig.

