NBA: San Antonio Spurs búið að vinna alla sextán heimaleiki sína | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2015 07:30 Russell Westbrook og Kevin Durant fagna mikilvægari körfu í nótt með félögum sínum í Thunder-liðinu. Vísir/Getty San Antonio Spurs vann sinn 21. leik á NBA-tímabilinu með tíu stigum eða meira, Atlanta Hawks vann sinn fjórða sigur í röð, James Harden leiddi Houston til þriðja sigursins í röð og Kevin Durant skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder á móti Los Angeles Clippers 5,9 sekúndum fyrir leikslok.Kawhi Leonard var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 106-92 sigur á Indiana Pacers en Spurs-liðið hefur þar með unnið alla sextán heimaleiki sína á þessu tímabili og alls 24 af 29 leikjum sínum. Þetta var jafnframt 21. sigur liðsins með tíu stigum eða meira. Tony Parker var með fimmtán stig í sjötta sigri liðsins í röð. George Hill og Jordan Hill skoruðu báðir 15 stig fyrir Indiana.Kevin Durant skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder 5,9 sekúndum fyrir leikslok í 100-99 útisigri á Los Angeles Clippers. Durant varði síðan lokaskot Chris Paul. Liðin skiptust fjórum sinnum um að hafa forystuna á síðustu 40 sekúndum leiksins. Russell Westbrook var með 33 stig og 7 stoðsendingar en Kevin Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar og þeir Blake Griffin og J.J. Redick voru með 15 stig hvor.Dennis Schröder skoraði 18 stig á 17 mínútum þegar Atlanta Hawks vann 106-97 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð. Sex leikmenn Atlanta skoruðu tíu stig eða meira en Portland lék án Damon Lillard og C.J. McCollum og tapaði sínum fjórða leik í röð. Lillard missti af sínum fyrsta leik á ferlinum en hann var búinn að spila 275 leiki í röð.James Harden skoraði 36 stig í 102-95 heimasigri Houston Rockets á Charlotte Hornets en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Harden skoraði körfu og fékk víti að auki 31,6 sekúndum fyrir leikslok og kom Houstin þá í 94-91. Leikurinn kláraðist síðan á vítalínunni en Harden hitti úr 16 af 19 vítum sínum.Brook Lopez var með 21 stig og 12 fráköst þegar Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu með 105-102 útisigri á Chicago Bulls. Thaddeus Young bætti við 16 stigum og 13 fráköstum. Bulls-liðið hefur aftur á móti tapað þremur leikjum í röð. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Chicago og Pau Gasol var með 20 stig og 9 fráköst.John Wall gaf 19 stoðsendingar og skoraði 12 stig að auki þegar Washington Wizards vann 113-99 heimasigur á Sacramento Kings. Marcin Gortat var með 27 stig og 16 fráköst og Garrett Temple skoraði 23 stig. DeMarcus Cousins skoraði 22 stig fyrir Sacramento.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Sacramento Kings 113-99 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 113-99 New York Knicks - Orlando Magic 99-107 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 106-97 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 102-105 Houston Rockets - Charlotte Hornets 102-95 San Antonio Spurs - Indiana Pacers 106-92 Utah Jazz - Phoenix Suns 110-89 Los Angeles Clippers - Oklahoma City Thunder 99-100Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn 21. leik á NBA-tímabilinu með tíu stigum eða meira, Atlanta Hawks vann sinn fjórða sigur í röð, James Harden leiddi Houston til þriðja sigursins í röð og Kevin Durant skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder á móti Los Angeles Clippers 5,9 sekúndum fyrir leikslok.Kawhi Leonard var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 106-92 sigur á Indiana Pacers en Spurs-liðið hefur þar með unnið alla sextán heimaleiki sína á þessu tímabili og alls 24 af 29 leikjum sínum. Þetta var jafnframt 21. sigur liðsins með tíu stigum eða meira. Tony Parker var með fimmtán stig í sjötta sigri liðsins í röð. George Hill og Jordan Hill skoruðu báðir 15 stig fyrir Indiana.Kevin Durant skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder 5,9 sekúndum fyrir leikslok í 100-99 útisigri á Los Angeles Clippers. Durant varði síðan lokaskot Chris Paul. Liðin skiptust fjórum sinnum um að hafa forystuna á síðustu 40 sekúndum leiksins. Russell Westbrook var með 33 stig og 7 stoðsendingar en Kevin Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar og þeir Blake Griffin og J.J. Redick voru með 15 stig hvor.Dennis Schröder skoraði 18 stig á 17 mínútum þegar Atlanta Hawks vann 106-97 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð. Sex leikmenn Atlanta skoruðu tíu stig eða meira en Portland lék án Damon Lillard og C.J. McCollum og tapaði sínum fjórða leik í röð. Lillard missti af sínum fyrsta leik á ferlinum en hann var búinn að spila 275 leiki í röð.James Harden skoraði 36 stig í 102-95 heimasigri Houston Rockets á Charlotte Hornets en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Harden skoraði körfu og fékk víti að auki 31,6 sekúndum fyrir leikslok og kom Houstin þá í 94-91. Leikurinn kláraðist síðan á vítalínunni en Harden hitti úr 16 af 19 vítum sínum.Brook Lopez var með 21 stig og 12 fráköst þegar Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu með 105-102 útisigri á Chicago Bulls. Thaddeus Young bætti við 16 stigum og 13 fráköstum. Bulls-liðið hefur aftur á móti tapað þremur leikjum í röð. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Chicago og Pau Gasol var með 20 stig og 9 fráköst.John Wall gaf 19 stoðsendingar og skoraði 12 stig að auki þegar Washington Wizards vann 113-99 heimasigur á Sacramento Kings. Marcin Gortat var með 27 stig og 16 fráköst og Garrett Temple skoraði 23 stig. DeMarcus Cousins skoraði 22 stig fyrir Sacramento.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Sacramento Kings 113-99 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 113-99 New York Knicks - Orlando Magic 99-107 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 106-97 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 102-105 Houston Rockets - Charlotte Hornets 102-95 San Antonio Spurs - Indiana Pacers 106-92 Utah Jazz - Phoenix Suns 110-89 Los Angeles Clippers - Oklahoma City Thunder 99-100Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira