Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2015 21:15 Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna. Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna.
Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13