Lækkun skatta af leigutekjum – allra hagur! Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2015 09:30 Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði hækki úr 30% í 50%. Þetta þýðir með öðrum orðum að virk skattbyrði leigutekna gæti þar með lækkað úr 14% í 10%. Eitt helsta umkvörtunarefni leigjenda auk leiguverðs er óöryggi. Það hefur verið mikið rótleysi á þessum markaði og fólk veigrar sér einnig við að kvarta. Ef jafnframt yrðu sett skilyrði um tímalengd leigusamninga samhliða frekari skattalækkunum, þá væri það til þess fallið að styrkja stöðu leigjenda. Ein ástæða þess að skortur hefur verið á leiguhúsnæði er að leigjendur hafa séð sér hag í að leigja til ferðamanna gegn háu leigugjaldi. Þessar tillögur eru því til þess fallnar að bæta stöðu bæði leigusala og leigutaka og ætti því að koma báðum til góða. Stór hópur fólks er í þeirri stöðu að geta ekki keypt sér eigin húsnæði t.a.m. ungt fólk sem stenst ekki greiðslumat eða á ekki fyrir fyrstu útborgun í íbúð. Mikill kostnaður fylgir því að reka fasteign, sérstaklega ef hún er skuldsett. Með því að skattleggja leigu er verið að stuðla að því að leigusalar krefjist hærra leiguverðs til að standa undir þeim skattgreiðslum. Fjármagnskostnaður er mun hærri hér en í nágrannalöndunum og því eru skattaívilnanir kjörin leið stjórnvalda til að vinna gegn óæskilegum áhrifum hás fjármagnskostnaðar á leiguverð. Leigusalinn gæti þá séð sér hag í því að leigja út íbúðina ódýrar í langtímaleigu en þó með sömu arðsemi og áður. Svo er ákveðinn hópur eldra fólks sem býr eitt í stóru húsnæði eða þá að húsnæðið stendur autt. Þessi hópur vill ekki endilega selja en getur í raun ekki heldur leigt út húsnæðið, því þá skerðast bætur auk þess sem kemur til skattgreiðsla. Ef gamla konan gæti leigt út stóru íbúðina og jafnvel leigt sér minni íbúð á móti án þess að vera „refsað“ fyrir það, þá myndi það auka framboðið leigutökum í hag og bæta nýtingu á því húsnæði sem til er í landinu. Það ætti að vera okkar allra hagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði hækki úr 30% í 50%. Þetta þýðir með öðrum orðum að virk skattbyrði leigutekna gæti þar með lækkað úr 14% í 10%. Eitt helsta umkvörtunarefni leigjenda auk leiguverðs er óöryggi. Það hefur verið mikið rótleysi á þessum markaði og fólk veigrar sér einnig við að kvarta. Ef jafnframt yrðu sett skilyrði um tímalengd leigusamninga samhliða frekari skattalækkunum, þá væri það til þess fallið að styrkja stöðu leigjenda. Ein ástæða þess að skortur hefur verið á leiguhúsnæði er að leigjendur hafa séð sér hag í að leigja til ferðamanna gegn háu leigugjaldi. Þessar tillögur eru því til þess fallnar að bæta stöðu bæði leigusala og leigutaka og ætti því að koma báðum til góða. Stór hópur fólks er í þeirri stöðu að geta ekki keypt sér eigin húsnæði t.a.m. ungt fólk sem stenst ekki greiðslumat eða á ekki fyrir fyrstu útborgun í íbúð. Mikill kostnaður fylgir því að reka fasteign, sérstaklega ef hún er skuldsett. Með því að skattleggja leigu er verið að stuðla að því að leigusalar krefjist hærra leiguverðs til að standa undir þeim skattgreiðslum. Fjármagnskostnaður er mun hærri hér en í nágrannalöndunum og því eru skattaívilnanir kjörin leið stjórnvalda til að vinna gegn óæskilegum áhrifum hás fjármagnskostnaðar á leiguverð. Leigusalinn gæti þá séð sér hag í því að leigja út íbúðina ódýrar í langtímaleigu en þó með sömu arðsemi og áður. Svo er ákveðinn hópur eldra fólks sem býr eitt í stóru húsnæði eða þá að húsnæðið stendur autt. Þessi hópur vill ekki endilega selja en getur í raun ekki heldur leigt út húsnæðið, því þá skerðast bætur auk þess sem kemur til skattgreiðsla. Ef gamla konan gæti leigt út stóru íbúðina og jafnvel leigt sér minni íbúð á móti án þess að vera „refsað“ fyrir það, þá myndi það auka framboðið leigutökum í hag og bæta nýtingu á því húsnæði sem til er í landinu. Það ætti að vera okkar allra hagur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar