Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2015 08:58 Vísir/Vilhelm Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira