Órói á vinnumarkaði hamlar stýrivaxtalækkun Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2015 19:50 Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Vextir verða því áfram 4,5%. Samhliða kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans var kynning á nýju hefti Peningamála. Þar kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða tvö prósent í stað tveggja komma níu prósenta. Hins vegar sé jákvætt að horfur eru á meiri vexti í ferðamannaiðnaði og útflutningi sjávarafurða og að viðskiptakjör batni. Því gerir Seðlabankinn ráð fyrir meiri hagvexti á árinu 2015 en í spá bankans frá því í nóvember. Áætlað er að hagvöxtur verði fjögur komma tuttugu og fimm prósent á þessu ári í stað þriggja komma fimm eins og spáð var. Þá eru horfur á að verðbólga verði undir tveimur prósentum fram á næsta ár. Í peningamálum kemur fram að efnahagshorfur sé að ýmsu leyti tvísýnni en áður. Annars vegar vegna lækkunar olíuverðs en óvíst sé hve langvinn sú þróun verði og hins vegar vegna ólgu á vinnumarkaði. „Ef ekki væri framundan þessi áhætta, sem að við sjáum varðandi innlenda launaþróun, þá myndum við líklega lækka vexti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.Þannig að ef það væri ekki órói á vinnumarkaði, þá hefðuð þið lækkað vexti hér í dag? „Það tel ég mjög líklegt, já,“ segir Arnór. Peningastefnunefnd telji því rétt að staldra við þar til efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun. „Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að þetta snúist við og launaþróunin verði þannig að hún ýti undir verðbólguna. Þá getur niðurstaðan frekar orðið með þeim hætti að það þurfi að hækka vexti, frekar en lækka,“ segir Arnór. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Vextir verða því áfram 4,5%. Samhliða kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans var kynning á nýju hefti Peningamála. Þar kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða tvö prósent í stað tveggja komma níu prósenta. Hins vegar sé jákvætt að horfur eru á meiri vexti í ferðamannaiðnaði og útflutningi sjávarafurða og að viðskiptakjör batni. Því gerir Seðlabankinn ráð fyrir meiri hagvexti á árinu 2015 en í spá bankans frá því í nóvember. Áætlað er að hagvöxtur verði fjögur komma tuttugu og fimm prósent á þessu ári í stað þriggja komma fimm eins og spáð var. Þá eru horfur á að verðbólga verði undir tveimur prósentum fram á næsta ár. Í peningamálum kemur fram að efnahagshorfur sé að ýmsu leyti tvísýnni en áður. Annars vegar vegna lækkunar olíuverðs en óvíst sé hve langvinn sú þróun verði og hins vegar vegna ólgu á vinnumarkaði. „Ef ekki væri framundan þessi áhætta, sem að við sjáum varðandi innlenda launaþróun, þá myndum við líklega lækka vexti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.Þannig að ef það væri ekki órói á vinnumarkaði, þá hefðuð þið lækkað vexti hér í dag? „Það tel ég mjög líklegt, já,“ segir Arnór. Peningastefnunefnd telji því rétt að staldra við þar til efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun. „Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að þetta snúist við og launaþróunin verði þannig að hún ýti undir verðbólguna. Þá getur niðurstaðan frekar orðið með þeim hætti að það þurfi að hækka vexti, frekar en lækka,“ segir Arnór.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira