Órói á vinnumarkaði hamlar stýrivaxtalækkun Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2015 19:50 Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Vextir verða því áfram 4,5%. Samhliða kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans var kynning á nýju hefti Peningamála. Þar kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða tvö prósent í stað tveggja komma níu prósenta. Hins vegar sé jákvætt að horfur eru á meiri vexti í ferðamannaiðnaði og útflutningi sjávarafurða og að viðskiptakjör batni. Því gerir Seðlabankinn ráð fyrir meiri hagvexti á árinu 2015 en í spá bankans frá því í nóvember. Áætlað er að hagvöxtur verði fjögur komma tuttugu og fimm prósent á þessu ári í stað þriggja komma fimm eins og spáð var. Þá eru horfur á að verðbólga verði undir tveimur prósentum fram á næsta ár. Í peningamálum kemur fram að efnahagshorfur sé að ýmsu leyti tvísýnni en áður. Annars vegar vegna lækkunar olíuverðs en óvíst sé hve langvinn sú þróun verði og hins vegar vegna ólgu á vinnumarkaði. „Ef ekki væri framundan þessi áhætta, sem að við sjáum varðandi innlenda launaþróun, þá myndum við líklega lækka vexti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.Þannig að ef það væri ekki órói á vinnumarkaði, þá hefðuð þið lækkað vexti hér í dag? „Það tel ég mjög líklegt, já,“ segir Arnór. Peningastefnunefnd telji því rétt að staldra við þar til efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun. „Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að þetta snúist við og launaþróunin verði þannig að hún ýti undir verðbólguna. Þá getur niðurstaðan frekar orðið með þeim hætti að það þurfi að hækka vexti, frekar en lækka,“ segir Arnór. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Vextir verða því áfram 4,5%. Samhliða kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans var kynning á nýju hefti Peningamála. Þar kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða tvö prósent í stað tveggja komma níu prósenta. Hins vegar sé jákvætt að horfur eru á meiri vexti í ferðamannaiðnaði og útflutningi sjávarafurða og að viðskiptakjör batni. Því gerir Seðlabankinn ráð fyrir meiri hagvexti á árinu 2015 en í spá bankans frá því í nóvember. Áætlað er að hagvöxtur verði fjögur komma tuttugu og fimm prósent á þessu ári í stað þriggja komma fimm eins og spáð var. Þá eru horfur á að verðbólga verði undir tveimur prósentum fram á næsta ár. Í peningamálum kemur fram að efnahagshorfur sé að ýmsu leyti tvísýnni en áður. Annars vegar vegna lækkunar olíuverðs en óvíst sé hve langvinn sú þróun verði og hins vegar vegna ólgu á vinnumarkaði. „Ef ekki væri framundan þessi áhætta, sem að við sjáum varðandi innlenda launaþróun, þá myndum við líklega lækka vexti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.Þannig að ef það væri ekki órói á vinnumarkaði, þá hefðuð þið lækkað vexti hér í dag? „Það tel ég mjög líklegt, já,“ segir Arnór. Peningastefnunefnd telji því rétt að staldra við þar til efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun. „Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að þetta snúist við og launaþróunin verði þannig að hún ýti undir verðbólguna. Þá getur niðurstaðan frekar orðið með þeim hætti að það þurfi að hækka vexti, frekar en lækka,“ segir Arnór.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira