Guðlaug Björt Júlíusdóttir hefur ákveðið að spila með Keflavík í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.
Guðlaugu Björt er 18 ára unglingalandsliðskona sem er uppalin í Njarðvík en spilaði með Grindavík á síðasta tímabili.
Guðlaugu Björt er 172 sentímetrar á hæð og spilar sem bakvörður eða lítill framherji.
Guðlaug Björt lokar með þessu Suðurnesjahringnum en hún er þá að ná að spila með öllum þremur Suðurnesjaliðunum í Dominos-deildinni áður en hún fagnar nítján ára afmæli sínu.
Guðlaug Björt var með 6,2 stig, 3,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á 21,1 mínútu með Grindavík í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. Tímabilið á undan var hún með 8,9 stig, 3,4 fráköst og 2,6 stoðsendingar á 23,5 mínútum með Njarðvík.
Guðlaug Björt varð bikarmeistari með Grindavík í fyrravetur en hún var með 4 stig og 3 stoðsendingar í úrslitaleiknum þegar Grindavík vann Keflavík í úrslitaleiknum.
Guðlaugu Björt spilaði með tuttugu ára landsliði Íslands í sumar en liðið tók þá þátt í Norðurlandamóti í Danmörku.
Keflavík og Grindavík hafa þar með einskonar leikmannaskipti en Ingunn Embla Kristínardóttir, bakvörður Keflavíkur, ákvað á dögunum að skipta úr Keflavík yfir í Grindavík.
Guðlaug lokar Suðurnesjahringnum fyrir 19 ára afmælið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti

Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti