Stöðugleikasamkomulagið er spuni Skjóðan skrifar 11. nóvember 2015 08:00 Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira