Vaðlaheiðargöng og Vatnsmýri Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Margir setja samasemmerki á milli Vaðlaheiðarganga, Kristjáns L. Möller og kjördæmapots. Þrátt fyrir að göngin sem þingmaðurinn barðist svo ötullega fyrir stefni nú hraðbyri í að fara nokkrum milljörðum fram úr kostnaðaráætlunum eru margir tilbúnir að kaupa rök kjördæmapotaranna þegar kemur að samgöngubótum á landsbyggðinni. Þau eru alltaf þau sömu og snúast að mestu um atvinnuuppbyggingu, vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og að lokum er málflutningurinn geirnegldur með dæmum um sjúkraflutninga og öryggi barna. Þetta er allt gott og blessað enda rökin að mörgu leyti sterk, sér í lagi ef hægt er að mæta kostnaði við allt þetta brölt með gjaldtöku þannig að notendur þessara mannvirkja greiði fyrir þau sjálfir. Það sem er hinsvegar ótraustvekjandi einkenni kjördæmapotara er að þeir eru nær undantekningalaust ósamkvæmir sjálfum sér. Það sannaði Kristján L. Möller svo um munaði áAlþingi á dögunum þegar hann lagði til að lögbann yrði sett á íbúðauppbyggingu í Reykjavík þrátt fyrir að forsendur framkvæmdanna séu í raun þær sömu og forsendur Vaðlaheiðarganga og í fullu samræmi við samkomulag sem Kristján undirritaði sjálfur árið 2009. Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt af 13 borgarfulltrúum sem hafa mun fleiri atkvæði á bakvið sig heldur en allir þingmenn Norðausturlands samanlagt. Uppbygging í Vatnsmýri er einn af hornsteinum skipulagsins og eitt allra mikilvægasta hagsmunamál Reykvíkinga og þar af leiðandi þjóðarinnar. Framkvæmdirnar sem fyrrum samgönguráðherra vill nú stöðva eru fyrsta skrefið í átt að borgarsamfélagi þar sem 15–20 þúsund borgarbúar munu búa og starfa í göngufæri við verslun og þjónustu í hjarta höfuðborgarinnar. Veigamestu rökin með uppbyggingu í Vatnsmýri eru t.d. að draga úr álagi á samgönguæðar sem eru ófærar á álagstímum og að byggja upp sterkt atvinnusvæði og þekkingariðnað þar sem vegalengdir eru stuttar og öruggar. Fyrir kjörna fulltrúa og kjördæmapotara hljóta þessi rök að hljóma kunnuglega og vega þungt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Margir setja samasemmerki á milli Vaðlaheiðarganga, Kristjáns L. Möller og kjördæmapots. Þrátt fyrir að göngin sem þingmaðurinn barðist svo ötullega fyrir stefni nú hraðbyri í að fara nokkrum milljörðum fram úr kostnaðaráætlunum eru margir tilbúnir að kaupa rök kjördæmapotaranna þegar kemur að samgöngubótum á landsbyggðinni. Þau eru alltaf þau sömu og snúast að mestu um atvinnuuppbyggingu, vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og að lokum er málflutningurinn geirnegldur með dæmum um sjúkraflutninga og öryggi barna. Þetta er allt gott og blessað enda rökin að mörgu leyti sterk, sér í lagi ef hægt er að mæta kostnaði við allt þetta brölt með gjaldtöku þannig að notendur þessara mannvirkja greiði fyrir þau sjálfir. Það sem er hinsvegar ótraustvekjandi einkenni kjördæmapotara er að þeir eru nær undantekningalaust ósamkvæmir sjálfum sér. Það sannaði Kristján L. Möller svo um munaði áAlþingi á dögunum þegar hann lagði til að lögbann yrði sett á íbúðauppbyggingu í Reykjavík þrátt fyrir að forsendur framkvæmdanna séu í raun þær sömu og forsendur Vaðlaheiðarganga og í fullu samræmi við samkomulag sem Kristján undirritaði sjálfur árið 2009. Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt af 13 borgarfulltrúum sem hafa mun fleiri atkvæði á bakvið sig heldur en allir þingmenn Norðausturlands samanlagt. Uppbygging í Vatnsmýri er einn af hornsteinum skipulagsins og eitt allra mikilvægasta hagsmunamál Reykvíkinga og þar af leiðandi þjóðarinnar. Framkvæmdirnar sem fyrrum samgönguráðherra vill nú stöðva eru fyrsta skrefið í átt að borgarsamfélagi þar sem 15–20 þúsund borgarbúar munu búa og starfa í göngufæri við verslun og þjónustu í hjarta höfuðborgarinnar. Veigamestu rökin með uppbyggingu í Vatnsmýri eru t.d. að draga úr álagi á samgönguæðar sem eru ófærar á álagstímum og að byggja upp sterkt atvinnusvæði og þekkingariðnað þar sem vegalengdir eru stuttar og öruggar. Fyrir kjörna fulltrúa og kjördæmapotara hljóta þessi rök að hljóma kunnuglega og vega þungt.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun