Hawks stöðvaði sigurgöngu Pistons | Wall hafði betur gegn Rose Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. janúar 2015 11:30 Franski miðherjinn hjá Wizards Kevin Seraphin sýnir löndum sínum stuðning vísir/ap Ellefu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Cleveland Cavaliers tapaði 18 leiknum á tímabilinu og John Wall vann sigur á Derrick Rose í fyrsta sinn. Atlanta Hawks varð í nótt fyrsta liðið til að leggja Detroit Pistons að velli eftir að Pistons losaði sig við framherjann Josh Smith. Pistons hafði unnið alla sjö leiki sína eftir Smith en Hawks er á toppi austurdeildarinnar og langaði sjöunda sigri sínum í röð í nótt, 106-103. Hawks var 19 stigum yfir í hálfleik og náði að standa af sér atlögu Pistons í seinni hálfleik.Al Horford skoraði 19 stig og tók 16 fráköst fyrir Hawks. Paul Milsap skoraði 17 stig. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig fyrir Pistons og Kyle Singler 16. Washington Wizards lagði grunninn að 102-86 sigri sínum á Chicago Bulls í fyrsta leikhluta í nótt. John Wall lagði Chris Paul í fyrsta sinn í vikunni og bætti Derrick Rose í sarpinn í nótt en Rose hafði verið í sigurliði í fyrstu fimm einvígjum leikstjórnandanna öflugu. Wall skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en Martin Gortat var stigahæstur Wizards með 21 stig auk þess að taka 13 fráköst. Bradley Beal skoraði 17 stig. Rose var stigahæstur hjá Bulls með 19 stig. Aaron Brooks skoraði 16 stig af bekknum. San Antonio Spurs skoraði 41 stig í fjórða leikhluta gegn Phoenix Suns í nótt og marði 100-95 sigur eftir að hafa verið tíu stigum undir eftir þrjá leikhluta.Danny Green skoraði 20 stig fyrir meistarana. P.J. Tucker og Eric Bledsoe skoruðu 19 stig hvor fyrir Suns. Ekkert gengur hjá Cleveland Cavaliers sem hefur aðeins unnið 19 af 37 leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið 112-94 gegn Golden State Warriors á útivelli en Warriors eru með bestan árangur allra liðanna í deildinni með 29 sigra í 34 leikjum.Klay Thompson skoraði 24 stig fyrir Warriors og Stephen Curry 23 auk þess að gefa 10 stoðsendingar.LeBron James er meiddur og lék því ekki með Cavaliers en nýi leikmaðurinn J.R. Smith skoraði mest fyrir liðið eða 27 stig. Kyrie Irving skoraði 23 stig og Kevin Love 17 stig en hann tók að auki 14 fráköst.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Boston Celtics 107-103 Brooklyn Nets – Philadelphia 76ers 88-90 Detroit Pistons – Atlanta Hawks 103-106 New Orleans Pelicans – Memphis Grizzlies 106-95 Oklahoma City Thunder – Utah Jazz 99-94 Washington Wizards – Chicago Bulls 102-86 Milwaukee Bucks – Minnesota Timberwolves 98-84 San Antonio Spurs – Phoenix Suns 100-95 Sacramento Kings – Denver Nuggets 108-118 Golden State Warriors – Cleveland Cavaliers 112-94 Los Angeles Lakers – Orlando Magic 101-84Trevor Booker með ótrúlega körfu: Brook Lopez á þetta til: Thomas á háloftafuglinn Green: Barnes á Green: Durant sér um Jazz: NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Ellefu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Cleveland Cavaliers tapaði 18 leiknum á tímabilinu og John Wall vann sigur á Derrick Rose í fyrsta sinn. Atlanta Hawks varð í nótt fyrsta liðið til að leggja Detroit Pistons að velli eftir að Pistons losaði sig við framherjann Josh Smith. Pistons hafði unnið alla sjö leiki sína eftir Smith en Hawks er á toppi austurdeildarinnar og langaði sjöunda sigri sínum í röð í nótt, 106-103. Hawks var 19 stigum yfir í hálfleik og náði að standa af sér atlögu Pistons í seinni hálfleik.Al Horford skoraði 19 stig og tók 16 fráköst fyrir Hawks. Paul Milsap skoraði 17 stig. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig fyrir Pistons og Kyle Singler 16. Washington Wizards lagði grunninn að 102-86 sigri sínum á Chicago Bulls í fyrsta leikhluta í nótt. John Wall lagði Chris Paul í fyrsta sinn í vikunni og bætti Derrick Rose í sarpinn í nótt en Rose hafði verið í sigurliði í fyrstu fimm einvígjum leikstjórnandanna öflugu. Wall skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en Martin Gortat var stigahæstur Wizards með 21 stig auk þess að taka 13 fráköst. Bradley Beal skoraði 17 stig. Rose var stigahæstur hjá Bulls með 19 stig. Aaron Brooks skoraði 16 stig af bekknum. San Antonio Spurs skoraði 41 stig í fjórða leikhluta gegn Phoenix Suns í nótt og marði 100-95 sigur eftir að hafa verið tíu stigum undir eftir þrjá leikhluta.Danny Green skoraði 20 stig fyrir meistarana. P.J. Tucker og Eric Bledsoe skoruðu 19 stig hvor fyrir Suns. Ekkert gengur hjá Cleveland Cavaliers sem hefur aðeins unnið 19 af 37 leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið 112-94 gegn Golden State Warriors á útivelli en Warriors eru með bestan árangur allra liðanna í deildinni með 29 sigra í 34 leikjum.Klay Thompson skoraði 24 stig fyrir Warriors og Stephen Curry 23 auk þess að gefa 10 stoðsendingar.LeBron James er meiddur og lék því ekki með Cavaliers en nýi leikmaðurinn J.R. Smith skoraði mest fyrir liðið eða 27 stig. Kyrie Irving skoraði 23 stig og Kevin Love 17 stig en hann tók að auki 14 fráköst.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Boston Celtics 107-103 Brooklyn Nets – Philadelphia 76ers 88-90 Detroit Pistons – Atlanta Hawks 103-106 New Orleans Pelicans – Memphis Grizzlies 106-95 Oklahoma City Thunder – Utah Jazz 99-94 Washington Wizards – Chicago Bulls 102-86 Milwaukee Bucks – Minnesota Timberwolves 98-84 San Antonio Spurs – Phoenix Suns 100-95 Sacramento Kings – Denver Nuggets 108-118 Golden State Warriors – Cleveland Cavaliers 112-94 Los Angeles Lakers – Orlando Magic 101-84Trevor Booker með ótrúlega körfu: Brook Lopez á þetta til: Thomas á háloftafuglinn Green: Barnes á Green: Durant sér um Jazz:
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira