Viðtöl og umfjöllun: Ísland - Noregur 21-27 | Draumurinn um Brasilíu úti Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2015 00:01 Adam Haukur Baumruk í leiknum gegn Litháen í gær. Vísir/vilhelm Ísland tapaði gegn Noregi með sjö mörkum í undankeppni HM U21-liða. Leikur Íslands var ekki góður og sterkt lið Noregs réði lögum og lofum í leiknum. Góð byrjun Íslands veitti mönnum von, en feiknasterkt lið Noregs tók svo við sér og grýtti þessum vonum í ruslið. Þeir voru afar sterkir á öllum sviðum handboltans og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Íslenska liðið byrjaði vel og komst meðal annars í 3-1 og 4-2 snemma leiks. Ómar Ingi var að spila vel í hægri skyttustöðunni og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands. Norðmennirnir náðu hægt og rólega að koma sér inn í leikinn og leiddu 7-6 þegar þrettán mínútur voru búnar. Þá einfaldlega skelltu þeir í lás. Vörn þeirra var frábær og íslensku strákarnir komust lítt áleiðis. Markvarslan var einnig góð og þegar heimamenn komust í gegn, þá varði Torbjörn Bergerud einfaldlega það sem kom á markið. Ísland skoraði ekki í þrettán mínútur, eða frá tólftu mínútu til þeirrar 25. Ekki vænlegt til árangurs. Noregur vann þennan kafla 5-0 og breyttu stöðnni úr 7-6 sér í víl, í 12-7. Staðan var svo 14-8 í hálfleik. Í síðari hálfleik var svipða uppá teningnum. Norðmenn spiluðu geysisterka vörn og refsuðu íslenska liðinu grimmt. Þeir voru komnir með níu marka forskot þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þá héldu flestir að leik væri lokið. Íslenska liðið beit þó aðeins frá sér og minnkuðu muninn í fimm mörk þegar tíu mínutur voru eftir. Nær komust þeir ekki og lokatölur urðu 27-21 sigur Noregs. Yngri leikmenn liðsins voru að spila best í dag. Ómar Ingi Magnússon (fæddur 1997) var markahæstur með sex mörk og Egill Magnússon (fæddur 1996) skoraði fimm mörk, en leikmenn fæddir 1994 og síðar eru gjaldgengir. Markvarslan var afar döpur í fyrri hálfleik, en skánaði aðeins í þeim síðari. Ágúst Elí líklega óánægður með sjálfan sig, en hann átti frábæran leik í gær. Grétar Ari kom inn í markið undir lok fyrir hálfleiks, en náði ekki að verja skot. Ísland spilaði vel í um tuttugu mínútur í dag, en liðið var að mæta afar góðu norsku liði. Varnarleikurinn var góður þegar Ísland náði að stilla upp í hann, en þeir fengu alltof mörg mörk á sig úr síðari bylgju þegar keyrt var í bakið á þeim. Ísland mætir Eistlandi á morgun og LItháen mætir Noreg sem ætti að vera formsatriði fyrir Noreg. Leikur Íslands og Eistlands hefst klukkan 16.00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Reynir: Vorum hægir og hikandi „Noregur er feykilega sterkt lið. Við vorum bara verra liðið í dag. Þeir keyrðu vel í bakið á okkur og við vorum ekki að ná upp okkar besta leik," sagði Reynir Þór Reynisson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í leikslok. Torbjörn Sitturp Bergerud, markvörður Noregs, var að verja gífurlega vel í marki þeirra, en hann endaði með 46% markvörslu. Reynir segir að íslenska liðið hafi verið í erfiðleikum í sóknarleiknum. „Hann var að verja mjög vel, en við vorum í erfiðleikum sóknarlega. Við vorum hægir og við vorum virkilega hikandi. Markmaðurinn fékk auðveldari skot fyrir vikið á sig." „Við vorum að spila við miklu, miklu, miklu sterkara lið í dag og þeir eru bara með virkilega góða leikmenn Noregur. Þetta er góður árangur hjá Noregi og þeir settu okkur í vandræði." „Þegar að við náum að stilla upp varnarleiknum þá náum við að standa hann ágætlega. Við erum alltof hikandi í okkar aðgerðum." „Við þurfum bara að hugsa um að vinna okkar leik á morgun og ljúka þessu með sæmd. Svo er þetta verkefni bara búið og við sjáum hvernig það fer. Strákarnir þurfa bara að hugsa um það að bæta sig og leggja meira á sig," sagði Reynir í leikslok. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Ísland tapaði gegn Noregi með sjö mörkum í undankeppni HM U21-liða. Leikur Íslands var ekki góður og sterkt lið Noregs réði lögum og lofum í leiknum. Góð byrjun Íslands veitti mönnum von, en feiknasterkt lið Noregs tók svo við sér og grýtti þessum vonum í ruslið. Þeir voru afar sterkir á öllum sviðum handboltans og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Íslenska liðið byrjaði vel og komst meðal annars í 3-1 og 4-2 snemma leiks. Ómar Ingi var að spila vel í hægri skyttustöðunni og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands. Norðmennirnir náðu hægt og rólega að koma sér inn í leikinn og leiddu 7-6 þegar þrettán mínútur voru búnar. Þá einfaldlega skelltu þeir í lás. Vörn þeirra var frábær og íslensku strákarnir komust lítt áleiðis. Markvarslan var einnig góð og þegar heimamenn komust í gegn, þá varði Torbjörn Bergerud einfaldlega það sem kom á markið. Ísland skoraði ekki í þrettán mínútur, eða frá tólftu mínútu til þeirrar 25. Ekki vænlegt til árangurs. Noregur vann þennan kafla 5-0 og breyttu stöðnni úr 7-6 sér í víl, í 12-7. Staðan var svo 14-8 í hálfleik. Í síðari hálfleik var svipða uppá teningnum. Norðmenn spiluðu geysisterka vörn og refsuðu íslenska liðinu grimmt. Þeir voru komnir með níu marka forskot þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þá héldu flestir að leik væri lokið. Íslenska liðið beit þó aðeins frá sér og minnkuðu muninn í fimm mörk þegar tíu mínutur voru eftir. Nær komust þeir ekki og lokatölur urðu 27-21 sigur Noregs. Yngri leikmenn liðsins voru að spila best í dag. Ómar Ingi Magnússon (fæddur 1997) var markahæstur með sex mörk og Egill Magnússon (fæddur 1996) skoraði fimm mörk, en leikmenn fæddir 1994 og síðar eru gjaldgengir. Markvarslan var afar döpur í fyrri hálfleik, en skánaði aðeins í þeim síðari. Ágúst Elí líklega óánægður með sjálfan sig, en hann átti frábæran leik í gær. Grétar Ari kom inn í markið undir lok fyrir hálfleiks, en náði ekki að verja skot. Ísland spilaði vel í um tuttugu mínútur í dag, en liðið var að mæta afar góðu norsku liði. Varnarleikurinn var góður þegar Ísland náði að stilla upp í hann, en þeir fengu alltof mörg mörk á sig úr síðari bylgju þegar keyrt var í bakið á þeim. Ísland mætir Eistlandi á morgun og LItháen mætir Noreg sem ætti að vera formsatriði fyrir Noreg. Leikur Íslands og Eistlands hefst klukkan 16.00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Reynir: Vorum hægir og hikandi „Noregur er feykilega sterkt lið. Við vorum bara verra liðið í dag. Þeir keyrðu vel í bakið á okkur og við vorum ekki að ná upp okkar besta leik," sagði Reynir Þór Reynisson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í leikslok. Torbjörn Sitturp Bergerud, markvörður Noregs, var að verja gífurlega vel í marki þeirra, en hann endaði með 46% markvörslu. Reynir segir að íslenska liðið hafi verið í erfiðleikum í sóknarleiknum. „Hann var að verja mjög vel, en við vorum í erfiðleikum sóknarlega. Við vorum hægir og við vorum virkilega hikandi. Markmaðurinn fékk auðveldari skot fyrir vikið á sig." „Við vorum að spila við miklu, miklu, miklu sterkara lið í dag og þeir eru bara með virkilega góða leikmenn Noregur. Þetta er góður árangur hjá Noregi og þeir settu okkur í vandræði." „Þegar að við náum að stilla upp varnarleiknum þá náum við að standa hann ágætlega. Við erum alltof hikandi í okkar aðgerðum." „Við þurfum bara að hugsa um að vinna okkar leik á morgun og ljúka þessu með sæmd. Svo er þetta verkefni bara búið og við sjáum hvernig það fer. Strákarnir þurfa bara að hugsa um það að bæta sig og leggja meira á sig," sagði Reynir í leikslok.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti