Viðskipti innlent

Andstæðingur Björgólfs keypti verðlaus bréf til að vera með í hópmálsókn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm
Félagið Urriðahæð ehf sem er í eigu Árna Harðarsonar, stjórnarmanns og lögmanns lyfjafyrirtækisins Alvogens, á um 60 prósent þeirra hlutabréfa sem eru að baki hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Árni keypti hlutabréfin af íslenskum lífeyrissjóðum í liðinni viku fyrir 25 til 30 milljónir króna. Þessu greinir Kjarninn frá.

Fram kemur í umfjöllun Kjarnans að bréfin séu verðlaus nema að takist að fá viðurkennt fyrir dómstólum að Björgólfur Thor eigi að greiða fyrrum hluthöfum Landsbankans skaðabætur. Einnig þarf Urriðahæð að greiða sinn hluta málskostnaðar sem gæti numið tugum milljóna króna.

Árni Harðarson og Róbert Wessman unnu báðir hjá Actavis þegar Björgólfur Thor var aðaleigandi þess. Síðan að þeir hættu störfum þar árið 2008 hefur ekki farið vel á milli þeirra. Björgólfur Thor hefur meðal annars stefnt þeim til greiðslu skaðabóta vegna meints fjárdráttar. 


Tengdar fréttir

Björgólfur Thor fer fram á frávísun

Lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar óskaði í morgun eftir þriggja vikna fresti til að skila inn greinargerð um frávísun málsins frá dómi.

Á þriðja hundrað með í málinu gegn Björgólfi

Þátttakendur í málsóknarfélagi sem stefnir Björgólfi Thor Björgólfssyni eru 207, einstaklingar og lögaðilar. Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Hall segir Björgólf ekki geta krafið félagsmenn um bætur. Stefnan verður þingfest á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×