Það er fastlega búist við því að Kobe Bryant verði í byrjunarliði LA Lakers í nótt gegn Minnesota.
Þetta verður 20. tímabil Bryant með Lakers og hann mun því setja met yfir flest tímabil í röð hjá sama félaginu. Hann stekkur fram fyrir John Stockton sem spilaði með Utah Jazz frá 1984 til 2003.
Bryant hefur verið að glíma við meiðsli en hann segist vera orðinn góður og til í slaginn í kvöld.
„Ég hef engar áhyggjur af þessum meiðslum enda hefur þetta verið á réttri leið," sagði hinn 37 ára gamli Kobe en hann hefur misst af meirihlutanum af síðustu þrem tímabilum vegna meiðsla.
Kobe setur met í kvöld
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
Íslenski boltinn

Óvissan tekur við hjá Hákoni
Enski boltinn

Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
Íslenski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti