Geðræn veikindi eru raunveruleg veikindi Anna Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar 9. október 2015 07:00 Vinnuveitandi tekur upp símann. Starfsmaður tilkynnir um veikindi – þunglyndi. Óþreyjufullur segir vinnuveitandinn honum að skella í sig kaffi, fara í sturtu og drulla sér síðan í vinnuna. Annar starfsmaður tilkynnir um veikindi á hinni línunni – flensu. Samúðarfullur ávarpar vinnuveitandinn starfsmanninn með orðunum „elsku karlinn“ þannig að öllum er ljóst að hann mætir fullum skilningi vinnuveitandans á því að hann þurfi svigrúm til að hvílast og ná fullri heilsu. Þessi viðbrögð vinnuveitandans í myndbandi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um fordóma gagnvart fötluðu fólki á vinnumarkaði á www.obi.is eru ekki einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði. Því miður er alltof algengt að vinnuveitendur bregðist með öðrum hætti við geðrænum en líkamlegum veikindum starfsmanna sinna. Stundum er jafnvel gefið í skyn að geðræn veikindi séu ekki raunveruleg veikindi heldur leti eða val um að svíkjast undan. Ef tekið er mið af því að 22-25% af öllum íbúum hins vestræna heims glíma einhvern tíma á ævinni við geðröskun af einhverju tagi standa langflestir stjórnendur einhvern tíma á starfsferli sínum frammi fyrir því að bregðast við geðrænum veikindum starfsmann sinna. Brýnt er að þeir átti sig á eðli geðrænna veikinda og bregðist við þeim með sama hætti og líkamlegum veikindum.Geta haft úrslitaáhrif Viðbrögð vinnuveitenda við geðrænum veikindum starfsmanna geta haft úrslitaáhrif á líðan og bata viðkomandi starfsmanns. Öflugur stuðningur yfirmannsins auðveldar starfsmanninum að nýta sér viðeigandi úrræði, mæta gömlu vinnufélögunum að nýju og stuðla að eigin bata með því að hefja aftur störf. Meðvitund annarra starfsmanna dregur í senn úr hættunni á misskilningi og fordómum og auðveldar starfsmanninum að hefja aftur störf. Vinnuveitendur stuðla að vellíðan og góðri geðheilsu á vinnustað með því að tryggja gott starfsumhverfi, t.a.m. ákjósanlegar vinnuaðstæður, hóflegt vinnuálag, öflugt upplýsingastreymi og opna samskiptamenningu. Með sama hætti er brýnt að stjórnendur hafi vakandi auga með vísbendingum hjá starfsmönnum sínum um hugsanlega geðræna erfiðleika. Hér er t.a.m. átt við orkuleysi, óútskýrða fjarveru og tilfinningasveiflur. Síðast en ekki síst ættu stjórnendur ávallt að vera í góðum tengslum við næstu undirmenn sína til að geta veitt þeim viðeigandi stuðning án tafar þegar á þarf að halda. Fordómar gagnvart fötluðu fólki eins og lýst er í myndböndum ÖBÍ eru í senn svartur blettur á íslensku samfélagi og alvarlegt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðs fólks. Enda þótt íslensk stjórnvöld hafi skrifað undir samninginn hefur hann ekki enn verið fullgiltur. Almenningur er hvattur til skrifa undir áskorun til íslenskra stjórnvalda á www.obi.is um að fullgilda samninginn á yfirstandandi þingi og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til réttlátara og mannlegra samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vinnuveitandi tekur upp símann. Starfsmaður tilkynnir um veikindi – þunglyndi. Óþreyjufullur segir vinnuveitandinn honum að skella í sig kaffi, fara í sturtu og drulla sér síðan í vinnuna. Annar starfsmaður tilkynnir um veikindi á hinni línunni – flensu. Samúðarfullur ávarpar vinnuveitandinn starfsmanninn með orðunum „elsku karlinn“ þannig að öllum er ljóst að hann mætir fullum skilningi vinnuveitandans á því að hann þurfi svigrúm til að hvílast og ná fullri heilsu. Þessi viðbrögð vinnuveitandans í myndbandi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um fordóma gagnvart fötluðu fólki á vinnumarkaði á www.obi.is eru ekki einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði. Því miður er alltof algengt að vinnuveitendur bregðist með öðrum hætti við geðrænum en líkamlegum veikindum starfsmanna sinna. Stundum er jafnvel gefið í skyn að geðræn veikindi séu ekki raunveruleg veikindi heldur leti eða val um að svíkjast undan. Ef tekið er mið af því að 22-25% af öllum íbúum hins vestræna heims glíma einhvern tíma á ævinni við geðröskun af einhverju tagi standa langflestir stjórnendur einhvern tíma á starfsferli sínum frammi fyrir því að bregðast við geðrænum veikindum starfsmann sinna. Brýnt er að þeir átti sig á eðli geðrænna veikinda og bregðist við þeim með sama hætti og líkamlegum veikindum.Geta haft úrslitaáhrif Viðbrögð vinnuveitenda við geðrænum veikindum starfsmanna geta haft úrslitaáhrif á líðan og bata viðkomandi starfsmanns. Öflugur stuðningur yfirmannsins auðveldar starfsmanninum að nýta sér viðeigandi úrræði, mæta gömlu vinnufélögunum að nýju og stuðla að eigin bata með því að hefja aftur störf. Meðvitund annarra starfsmanna dregur í senn úr hættunni á misskilningi og fordómum og auðveldar starfsmanninum að hefja aftur störf. Vinnuveitendur stuðla að vellíðan og góðri geðheilsu á vinnustað með því að tryggja gott starfsumhverfi, t.a.m. ákjósanlegar vinnuaðstæður, hóflegt vinnuálag, öflugt upplýsingastreymi og opna samskiptamenningu. Með sama hætti er brýnt að stjórnendur hafi vakandi auga með vísbendingum hjá starfsmönnum sínum um hugsanlega geðræna erfiðleika. Hér er t.a.m. átt við orkuleysi, óútskýrða fjarveru og tilfinningasveiflur. Síðast en ekki síst ættu stjórnendur ávallt að vera í góðum tengslum við næstu undirmenn sína til að geta veitt þeim viðeigandi stuðning án tafar þegar á þarf að halda. Fordómar gagnvart fötluðu fólki eins og lýst er í myndböndum ÖBÍ eru í senn svartur blettur á íslensku samfélagi og alvarlegt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðs fólks. Enda þótt íslensk stjórnvöld hafi skrifað undir samninginn hefur hann ekki enn verið fullgiltur. Almenningur er hvattur til skrifa undir áskorun til íslenskra stjórnvalda á www.obi.is um að fullgilda samninginn á yfirstandandi þingi og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til réttlátara og mannlegra samfélags.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar