Kvika tekur við af MP Straumi Sæunn Gísladóttir skrifar 9. október 2015 19:30 Sigurður Atli Jónsson, forstjóri bankans. Vísir/Anton MP Straumur fær nýtt nafn frá og með næsta mánudegi. Bankinn mun bera hið íslenska nafn Kvika. Nafnið vísar í óbeislaða orku íslenskrar náttúru; jarðkvikuna sem iðar og hrærist, umbreytir og skapar spennu, segir í tilkynningu. Nafnabreytingin mun taka gildi í kjölfar hluthafafundar á mánudagsmorgun. Í kjölfar fundarins verður vefsíðu bankans og heimabankans breytt. Samhliða þessari breytingu mun Kvika taka upp nýtt merki. Kvika ætlar að veita öðrum íslenskum fjármálastofnunum harða samkeppni á þeim sviðum sem sérhæfing bankans liggur. Kvika er umbreytingabanki sem sérhæfir sig í alhliða þjónustu við sparifjár- og innlánseigendur á sviði eignastýringar. Þá mun bankinn veita sérhæfða fjármálaþjónustu með áherslu á umbreytingaverkefni. Fyrstur íslenskra banka innleiðir Kvika nýja fjárfestingastefnu, partnership banking, sem snýr að samvinnu bankans og viðskiptavinarins. Stefnan miðar að heildarhag allra - viðskiptavina, eigenda og starfsmanna Kviku. „Með nafnabreytingunni erum við að stíga síðasta formlega skrefið í sameiningu tveggja öflugra fjármálafyrirtækja. Að vissu leyti er þetta nýtt upphaf fyrir bankann, sem þó byggir áfram á þeim góða grunni sem lagður var í Straumi fjárfestingabanka og MP banka. Við erum afskaplega ánægð með að vera orðin Kvika og vonum að viðskiptavinir verði jafn ánægðir með nýtt nafn og breyttar áherslur sameinaðs banka,“ segir Sigurður Atli Jónsson forstjóri. MP Banki og Straumur sameinuðust fyrr á þessu ári. Tengdar fréttir Hagnaður MP Straums á fyrri árshelmingi 294 milljónir króna Eiginfjárhlutfall sameinaðs banka nam 18,4% í lok júní. 23. september 2015 10:28 MP banki og Straumur renna saman og taka upp nýtt nafn Búið er að ákvarða skiptingu hlutafjár í hinu sameinaða félagi. 30. apríl 2015 09:36 Tólf manns sagt upp við sameiningu MP banka og Straums Bankarnir sameinuðust formlega í dag. Nýr banki mun bera nafnið MP Straumur þar til annað nafn hefur verið kynnt. 29. júní 2015 20:10 Birna Hlín Káradóttir hætt hjá MP Straumi Birna Hlín Káradóttir hafði starfað hjá Straumi frá árinu 2007. 28. september 2015 13:24 Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
MP Straumur fær nýtt nafn frá og með næsta mánudegi. Bankinn mun bera hið íslenska nafn Kvika. Nafnið vísar í óbeislaða orku íslenskrar náttúru; jarðkvikuna sem iðar og hrærist, umbreytir og skapar spennu, segir í tilkynningu. Nafnabreytingin mun taka gildi í kjölfar hluthafafundar á mánudagsmorgun. Í kjölfar fundarins verður vefsíðu bankans og heimabankans breytt. Samhliða þessari breytingu mun Kvika taka upp nýtt merki. Kvika ætlar að veita öðrum íslenskum fjármálastofnunum harða samkeppni á þeim sviðum sem sérhæfing bankans liggur. Kvika er umbreytingabanki sem sérhæfir sig í alhliða þjónustu við sparifjár- og innlánseigendur á sviði eignastýringar. Þá mun bankinn veita sérhæfða fjármálaþjónustu með áherslu á umbreytingaverkefni. Fyrstur íslenskra banka innleiðir Kvika nýja fjárfestingastefnu, partnership banking, sem snýr að samvinnu bankans og viðskiptavinarins. Stefnan miðar að heildarhag allra - viðskiptavina, eigenda og starfsmanna Kviku. „Með nafnabreytingunni erum við að stíga síðasta formlega skrefið í sameiningu tveggja öflugra fjármálafyrirtækja. Að vissu leyti er þetta nýtt upphaf fyrir bankann, sem þó byggir áfram á þeim góða grunni sem lagður var í Straumi fjárfestingabanka og MP banka. Við erum afskaplega ánægð með að vera orðin Kvika og vonum að viðskiptavinir verði jafn ánægðir með nýtt nafn og breyttar áherslur sameinaðs banka,“ segir Sigurður Atli Jónsson forstjóri. MP Banki og Straumur sameinuðust fyrr á þessu ári.
Tengdar fréttir Hagnaður MP Straums á fyrri árshelmingi 294 milljónir króna Eiginfjárhlutfall sameinaðs banka nam 18,4% í lok júní. 23. september 2015 10:28 MP banki og Straumur renna saman og taka upp nýtt nafn Búið er að ákvarða skiptingu hlutafjár í hinu sameinaða félagi. 30. apríl 2015 09:36 Tólf manns sagt upp við sameiningu MP banka og Straums Bankarnir sameinuðust formlega í dag. Nýr banki mun bera nafnið MP Straumur þar til annað nafn hefur verið kynnt. 29. júní 2015 20:10 Birna Hlín Káradóttir hætt hjá MP Straumi Birna Hlín Káradóttir hafði starfað hjá Straumi frá árinu 2007. 28. september 2015 13:24 Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hagnaður MP Straums á fyrri árshelmingi 294 milljónir króna Eiginfjárhlutfall sameinaðs banka nam 18,4% í lok júní. 23. september 2015 10:28
MP banki og Straumur renna saman og taka upp nýtt nafn Búið er að ákvarða skiptingu hlutafjár í hinu sameinaða félagi. 30. apríl 2015 09:36
Tólf manns sagt upp við sameiningu MP banka og Straums Bankarnir sameinuðust formlega í dag. Nýr banki mun bera nafnið MP Straumur þar til annað nafn hefur verið kynnt. 29. júní 2015 20:10
Birna Hlín Káradóttir hætt hjá MP Straumi Birna Hlín Káradóttir hafði starfað hjá Straumi frá árinu 2007. 28. september 2015 13:24