Viðskipti innlent

Birna Hlín Káradóttir hætt hjá MP Straumi

Sæunn Gísladóttir skrifar
MP banki hf. og Straumur fjárfestingarbanki hf. sameinuðust formlega undir nafni og kennitölu MP banka.
MP banki hf. og Straumur fjárfestingarbanki hf. sameinuðust formlega undir nafni og kennitölu MP banka. Vísir
Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur MP Straums hefur látið af störfum hjá bankanum. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Hún tilkynnti uppsögn sína í síðustu viku. Hún lét formlega af störfum á föstudaginn, en er ennþá að ganga frá verkefnum.

Spurð hvort hún sé á leið í eitthvað annað verkefni segir hún að svo sé ekki. „Ég er ekki búin að ráða mig neins staðar annars staðar," segir Birna Hlín.

Birna Hlín segist hafa verið búin að íhuga það í smá tíma að láta af störfum. „Mér fannst vera kominn tími til að breyta til. Ég er búin að vera svolítið lengi þarna þó að þetta sé nýtt fyrirtæki núna. Þannig að ég hugsaði með mér að það væru komin góð tímamót til þess að fara að skoða eitthvað annað og fara í ný verkefni," segir Birna Hlín. Hún hefur starfað hjá Straumi frá árinu 2007, fyrst í gamla Straumi-Burðarrás, svo nýja Straumi frá 2011 og nú síðast hjá MP Straumi.

Birna Hlín á næstum helmingshlut í fyrirtækinu Current Holding sem á um 1,5% eignarhlut í MP Straumi segir í grein DV um málið.

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×