Álögur á álver lækka um 1,6 milljarða ingvar haraldsson skrifar 29. apríl 2015 07:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls að afnám raforkuskattsins væri hluta af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld vildu skapa. fréttblaðið/gva Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“ Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira