Álögur á álver lækka um 1,6 milljarða ingvar haraldsson skrifar 29. apríl 2015 07:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls að afnám raforkuskattsins væri hluta af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld vildu skapa. fréttblaðið/gva Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“ Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira