Framkvæmdastjóri KEA fékk fimm milljóna króna launahækkun á milli ára Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. apríl 2015 15:51 Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA. Laun og þóknanir til stjórnar og stjórnenda Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, námu rúmum 32 milljónum króna árið 2014. Þetta kemur fram í ársskýrslu KEA sem lögð var fram á aðalfundi fyrirtækisins í gærkvöldi. Þar kemur fram að Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, var með 23,6 milljónir króna í laun fyrir árið 2014 eða tæplega tvær milljónir á mánuði en RÚV veitti þessu fyrst athygli. Árið 2013 var Halldór með 18,2 milljónir króna í árslaun og hefur því hækkað um rúmar fimm milljónir króna í launum á milli ára. Árið á undan var hann með tæpar 17 milljónir í árslaun. Hagnaður KEA á síðasta ári nam 467 milljónum króna eftir skatta en var 227 milljónir árið áður. Tekjur námu tæpum 650 milljónum króna og hækkuðu um 250 milljónir á milli ára. Eigið fé er nú rúmir 5,3 milljarðar króna og heildareignir tæpir 6 milljarðar.Niðurstaðan viðunandi Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri segir niðurstöðu ársins viðunandi á heimasíðu KEA. „Flest þeirra fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í gengu vel á síðasta ári og endurspeglast það í um 350 milljóna króna jákvæðri gangvirðisbreytingu fjáreigna.“ Halldór segir að fjárfest hafi verið í fyrirtækjum fyrir um hálfan milljarð á liðnu ári. „KEA hefur enn töluvert af sínum eignum í lausu fé sem bíður fjárfestinga í fyrirtækjum og á meðan svo er hefur það nokkur áhrif á arðsemi félagsins þar sem ávöxtun af lausu fé er ekki sérlega há.“ Arðsemi eigenda félagsins sé mjög góð sé einnig horft til þeirra viðskiptakjara sem eigendur njóti í gegnum KEA kortið. Áætluð afkoma af þeim viðskiptakjörum sé 400-450 milljónir króna umfram reikningshaldslega afkomu á síðasta ári. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Laun og þóknanir til stjórnar og stjórnenda Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, námu rúmum 32 milljónum króna árið 2014. Þetta kemur fram í ársskýrslu KEA sem lögð var fram á aðalfundi fyrirtækisins í gærkvöldi. Þar kemur fram að Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, var með 23,6 milljónir króna í laun fyrir árið 2014 eða tæplega tvær milljónir á mánuði en RÚV veitti þessu fyrst athygli. Árið 2013 var Halldór með 18,2 milljónir króna í árslaun og hefur því hækkað um rúmar fimm milljónir króna í launum á milli ára. Árið á undan var hann með tæpar 17 milljónir í árslaun. Hagnaður KEA á síðasta ári nam 467 milljónum króna eftir skatta en var 227 milljónir árið áður. Tekjur námu tæpum 650 milljónum króna og hækkuðu um 250 milljónir á milli ára. Eigið fé er nú rúmir 5,3 milljarðar króna og heildareignir tæpir 6 milljarðar.Niðurstaðan viðunandi Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri segir niðurstöðu ársins viðunandi á heimasíðu KEA. „Flest þeirra fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í gengu vel á síðasta ári og endurspeglast það í um 350 milljóna króna jákvæðri gangvirðisbreytingu fjáreigna.“ Halldór segir að fjárfest hafi verið í fyrirtækjum fyrir um hálfan milljarð á liðnu ári. „KEA hefur enn töluvert af sínum eignum í lausu fé sem bíður fjárfestinga í fyrirtækjum og á meðan svo er hefur það nokkur áhrif á arðsemi félagsins þar sem ávöxtun af lausu fé er ekki sérlega há.“ Arðsemi eigenda félagsins sé mjög góð sé einnig horft til þeirra viðskiptakjara sem eigendur njóti í gegnum KEA kortið. Áætluð afkoma af þeim viðskiptakjörum sé 400-450 milljónir króna umfram reikningshaldslega afkomu á síðasta ári.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira